Vaka - 01.12.1929, Blaðsíða 55
[ VAKA 1
JARÐARI'ORIN.
309
blaðinu. Ég þóttist finna, að nú værum við, sem þarna
sátum, orðin alveg eins og þeir, sem fengu að fara inn
í húsið, og að kirkjan væri orðin eins og húsið. En ekki
þóttist ég þurfa að grípa til þeirrar skýringar, að helgi
staðarins eða sjálfra mannanna væri frá guði lcomin
fremur nú en endrana*r. Mcr fannst það allt saman geta
hafa búið í okkur, og þakkaði mínum sæla fyrir, að
þetta væri þó hægt að gera í þessum skitna heimi, ef
menn legðu saman af heilum lnig. Og mér fannst sorg-
in yfir dauðans óvissum tíma vottur þess, að mest væri
nú gaman að lifa, þrátt fyrir allt og allt, cn sálmurinn
væri eins og perla, sem trúaður maður hefði látið vaxa
utan um dauðann í hjarta sínu, líkt og skelfiskurinn
gerir, þegar sandkorn fer í skelina og kvelur hann.
Eg vaknaði stundarkorn upp úr þessum liugleiðingum,
við að heyra söng fyrir framan mig ljótan og inni-
legan söng. Mig langaði til að syngjá líka, en það fór nú
eins og vant er, því að söngur er mín örðugasta list. Eg
haúti sjálfur og lét mér nægja að horfa á manninn. Það
var vel klæddur og þriflegur borgari. Ég þekkti hann í
sjón. Hann hefir einusinni gert mér rangt til, og ég er
búinn að fyrirgefa honum það. Hann er trúaður maður,
og gerði þetta víst í einhverju réttlætisskyni, likt og J)eg-
ar maður drepur flugu, ])ó að flugunni kunni að þykja
það sárt í bili og hafi ekki hugmynd um, hvers hún á
að gjalda. Mér varð starsýnt á hann, hvað hann var
fjálglegur. Það var einhvern veginn eins og líkami hans
hyrfi, en sálin stæði eftir og sleikti sálminn líkt og þeg-
ar hundur lepur volgan graut.
Svo hætti söngurinn, og ræðan byrjaði. Iín ég hélt á-
fram að hugsa um sálminn og dauðans óvissan tíma.
Ég dáðist að skáldinu og öfundaði hann af að hafa
getað breytt harmi sínum og ótta við dauðann i óþrjót-
andi stvrk og huggun handa þeim, sem þjást af sömu
raunum. Mér fór að finnast, að sórgin og dauðinn væru
falleg og góð, fyrst þau gætu hreinsað hjörtu manna