Vaka - 01.12.1929, Síða 68
322
ÓLAl'UH LÁRUSSON:
{vaka]
ÖIl þessi búsýsla vav iðkuð langt fram yfir söguöld,
fram á miðaldir. Þetta skýj-ir því eigi muninn á söguöld-
inni og þeim. Og hvað síðari aldir snertir, er Iandbún-
aðinuin fer að hraka, þá má benda á það, að þá voru
íiskveiðar stundaðar miklu meir en á söguöld. Sjávar-
aflinn hefir lengi átl drjúgan þátt i afkomu þjóðarinnar,
og mundi eigi framförin í fiskveiðunum hafa vegið
nökkúð á móti afturförinni í landbúnaðinum?
Á söguöld tóku landsmenn nokkurn þátt í verzlun
landsins við önnur lönd. Þó mun erlendra kaupmanna
ávalt hafa gætt meira en innlendra. Samt hefir meira
af verzlunararðinum runnið til landsmanna þá en nokk-
urntíma siðan, fram að síðasta mannsaldri. Þá má og
ætla, að allmikið af silfri hafi borizt til landsins, ineð
landnáiiismönnunum og með íslenzkum víkingum á
söguöld, og gátu menn lifað ríkmannlegar, meðan þeir
höfðu þessa sjóði til að eyða af. En skammt nær þetta
tvennt til að skýra rausn og stórmennsku sögualdarinn-
ar. Matvælaflutningar hafa aldrei verið svo miklir til
landsins, að landsmenn yrðu ekki að langmestu leyti að
lifa á afurðum þess sjálfs. Þær varð að vinna úr skauti
náttúrunnar.
Þá kem eg að þeirri almennu skoðun, er eg gat um í
upphafi greinar þessarar, að landskostir hafi þverrað
stórlega, síðan á söguöld. Því til styrktar hafa menn
vitnað til þess, að eldgos og jökulhlaup hafi eytl byggðir
og býli, sandfok hafi spillt sumurn sveitum og að menir
og skepnur hafi eytt skógunum, og landið blásið upp,
er skógargróðurinn var horfinn. Þetta má allt til sanns
vegar færa að nokkru leyti, en ])ó hefir allt of mikið
verið úr því gjört.
Hraun hafa tekið af nokkra bæi í nánd við Heklu og
í Vestur-SkaftafelIssýslU, en ekki svo teljandi sé annars-
staðar á landinu. Jökulhlaup hafa eytt nokkrum bæjum
á söndunum í Skaftafellssýslum. Sandfok hefir eytt all-
mörgum bæjum í tveimur sveitum í Rangárvallasýslu,