Vaka - 01.12.1929, Síða 71
[vaka]
ÚH BYGGÐARSÖGU ÍSLANDS.
325
hliðunum. Þau búa smátt og smátt til túnstæði í hliðar-
fætinum, sléttan valllendishalla með ilmandi töðugróðri.
Fjöldi túna víðsvegar um landið eru gamlir, grónir
skriðuhallar. Menn mega ekki einblína á eyðinguna.
Þeir verða líka að gefa hinum græðandi öflum gaum og
starfi þeirra. Hvers þau liafa áorkað í þau þúsuiid ár,
sem landið hefir verið hyggt, fær enginn metið. En gæta
skyldu menn þessa, er þeir tala um afturför landsins.
En það, að fjöldamargar jarðir, og jafnvel heilar sveitir,
eru enn jafn lífvænlegar til búskapar og þær voru á
söguöld, tekur af öll tvímæli um það, að munurinn á
söguöld og síðari tímum stafar ekki af breyttum lands-
kostum. Landgæðin leyfa enn sama rausnarbúskap og
þá var rekinn þar. Að búskapur seinni tíma hefir verið
minni og kotungslegri er af öðrum orsökum sprottið en
þeirri, að landgæðin hafi þverrað.
Sögualdarmennirnir hafa orðið að lifa á afrakstri búa
sinna, að langmestu leyti, eins og landsmenn hafa orðið
að gjöra síðan. Til þess að lifa við rausn af búum sín-
um, hafa þeir orðið að hafa stórbú, stærri en menn
höfðu síðar. En hafi landgæðin og landsnotin verið
svipuð þá og síðar, getur munurinn á lniskap þeirra og
húskap seinni alda manna eltki verið fólginn i öðru en
því, að þeir hafi búið á stærri jörðum en eftirkomendur
þeirra. En hafi jarðirnar verið stærri, hafa þær líka verið
færri.
Því hefir almennt verið trúað, að landið hafi verið
jafn þétthýlt á söguöld og það var á síðari öldum, eða
jafnvel þétthýlla. Hafa menn stutt þessa skoðun við ýms
rök. Er þar fyrst að telja orð Ara i íslendingabók: Svá
hafa ok spakir menn sagt, at á sex tigum vetra yrði ís-
land alhyggt, svá at eigi væri meirr siðan*). í annan stað
er getið um ýmsa hæi, í fornritum og fornbréfum, er eigi
hafa verið byggðir á siðari öldum, svo kunnugt sé. f
*) Islendingabók, k. 3, Landnáma V.
15.