Vaka - 01.12.1929, Blaðsíða 75
[vaka]
ÚR BYGGÐARSÖGU ÍSLANDS.
329
hafði snemma verið fluttur, þangað sem hann stendur
nu. Það kom i Ijós, að ástæðan til þess, að bærinn var
fluttur, var sú, að aðfenni mikið var á vetrum, þar sem
gamli bærinn stóð. Um það hefir landnámsmanninum,
sem reisti þarna bæ að sumarlagi, verið ókunnugt*).
Þó ekki hafi verið nema um stuttan flutning að ræða,
getur hann hafa valdið nafnbreytingu á bænum, og því
fremur er bærinn var fluttur lengri leið. Ófeigur grettir
bjó á Ófeigsstöðum hjá Steinsholti**). Ófeigsstaðir voru
rétt utan við túnið í Steinsholti. Landnámsbærinn hefir
verið fluttur þangað sem aðalbærinn, Steinsholt, siðan
hefir staðið. Seinna hefir hjáleiga verið byggð á gamla
bæjarstæðinu og heitið Ófeigsstaðir***). Stundum hefir
hyggðin lagzt niður fyrir fullt og allt vegna annmarka
þessara. Svo mun hafa verið um sumar fjallabyggðirnar,
er Landnáma getur um. Menn hafa reist þar bú aö sum-
arlagi, ókunnugir, en vetrarríkið hrakið þá í burtu, og
jarðirnar aldrei hyggzt aftur. Bersi goðlauss nam Langa-
vatnsdal og bjó þar á Torfhvalastöðum. Seinna fékk
hann Þórdísar, dóttur Þórhadds úr Hitárdal, og tók með
henni Hólmslönd og bjó þar síðan****). Eftir það geta
fornritin ekki um byggð í Langavatnsdal. Gunnlaugs
saga segir frá seli þar efra frá Borg á Mýrumf), og á 12.
öld átti Staðarhraunskirkja afrétt i dalnumtt). Virðist
þetta sýna, að dalurinn hafi lagzt i eyði, er Bersi flutti
þaðan, enda sjást þar engar byggðarmenjar, nema rústir
eftir eitt kot, sem byggt var í dalnum um 1800. Vetrar-
ríkið hefir hrakið mennina í burtu. Þó hafa þjóðsagnir
gengið um það, að heil kirkjusókn hafi verið í dalnum
og lagzt i eyði í plágunni miklu, og eru nefnd nöfn bæj-
*) Arb. fornl.fél. 1908, 34—37.
**) Landn. V. — 11.
***) Arb. fornl.fcl. 1905, 31.
****) Landn. II.. — 4.
t) Gunnlaugs saga, k. 5.
tt) Dipl. Isl. I., 67.