Vaka - 01.12.1929, Side 88
342
ÓLAFUR LÁRUSSON;
[vaka]
skií'zt nieð líkum hætti. Hins þarf varla að geta, að
landnámsjarðirnar liafa verið ójafnar að stærð í fyrstu
og að jarðirnar hafa skifzt misjafnlega fljótt. En stefn-
an ætla eg að hafi verið þessi, alla 10. öld og fram eftir
11. öld, að jarðirnar hafi verið að skiftast og minnlca og
þeiin jafnframt verið að fjölga. Má sjá þessa merki í
sögunum, víðar en í Laxdælu. Sum hin mestu höfuðból
síðari tíma byggðust ekki fyr en eftir 930. Skálholt
sjálft, sem Hungurvaka segir, að sé „allgöfgastr bær á
öllu íslandi“, hyggði Teilur Ketilbjarnarson fyrstur, lík-
lega laust fyrir 940*). Helgafell í Helgafellssveit hyggði
Þorsteinn þorskabítur fyrstur um 935**). Hjarðarholt
byggði Ólafur pá fyrstur, eins og áður var sagt. Svalbarð
á Svalbarðsströnd byggði Héðinn hinn inildi Þorbjarnar-
son fy-rstur, „sextán vetrum fyrir kristni“***). Þegar
jafnvel þessi stórbýli voru byggð svo seint, þá má nærri
geta, hvort margar smærri jarðir hafi eigi verið byggðar
á þessu tímabili.
Þessari skiftingu jarðanna mun hafa verið lokið að
mestu um miðja 11. öld. Stórbýli landnámsaldar og sögu-
aldarinnar hafa þá verið orðin skift í fleiri jarðir. Bænd-
urnir eru orðnir miklu fleiri en áður. Búin eru orðin
minni og rausnin minni. Stórbændalífi sögualdarinnar
var lokið.
Skoðun sú, er hér hefir verið lýst, virðist mér ein geta
skýrt til fullnustu, bæði söguöldina sjálfa, lífshagi
manna hér á landi þá, og eins hitt, hve skamma stund
hún stóð. Söguöldin stingur mjög í stúf við næsta
tímabilið á eftir henni. Eftir allan óróa og umbrot
sögualdarinnar kernur allt í einu kyrlátt og friðsamt
tímabil, sem litlar sögur ganga af. En því ganga litlar
sögur af því, að fátt hefir gjörzt, er frásagnarvert
*) Biskupas. I., ()ö.
••) Eyrbytígja, k. 11.
•••) Landn. III. — 1(>.