Vaka - 01.12.1929, Page 90
34-i
OLAI-'UR LARUSSON:
[vaka]
glæsimennsku og stórmennsku Ólafs pá er ömurlegt að
sjá Halldór son hans sitja félausan að Hjarðarholti, og
heyra þá Þorstein Kuggason og Þorkel Eyjólfsson hlakka
yfir því, að sér muni lánast að kúga hann til að láta
föðurleifð sina af hendi*). Ennþá ömurlegra er ]iað, er
fulltrúar tveggja glæsilegustu og göfugustu ætta sögu-
aldarinnar, Gellir Þorkelsson á Helgafelli og Egill
Skúlason á Borg, mannsaldri síðar, ganga í ranglátt mál,
af féleysi einu saman, og þiggja svo mútur til að svíkja
handamenn sína í málinu i tryggðum, er þeir sjá, að mál-
ið er ekki eins févænlegt og þeir hugðu. Þegar svo var
komið, var höfðingjavaldinu hætt, óg það stóð á veikum
fótum, þar lil nýjar fjárhagsstoðir runnu undir það. Af
tímabilinu milli 1030 og 1130 ganga fáar sögur. Mundi
það tíðindaleysi eigi vera afleiðing af þeirri jöfnun efna-
hagsins, er ált hafði sér stað. Þjóðfélag bjargálna mið-
lungs hænda er friðsamt og fábreytilegt. Þar gerast fá
stórtiðindi. í það horf hlaut skifting stórbýlanna að
hreyta þjóðfélagiiiu islenzka. Stórbændur sögualdarinn-
ar voru horfnir. Höfðingjar Sturlungaaldarinnar voru
enn ókomnir. Það var eigi fyr en fram á 12. öld kom,
að nýjar fjárhagsstoðir tóku að renna undir höfðingja-
valdið, er gjörðu höfðingjunum fært að lifa lifi sögu-
aldarmannanna. Þá sýndi það sig, að andinn var enn
hinn sami. Mönnum var jafn gjarnt að grípa til öxarinn-
ar þá og þeim hafði verið á söguöld. Þessi tvö tímahil,
söguöldin og Sturlungaöldin, hafa hlotið mjög ólika
dóma. Söguöldina hafa menn séð í hillingum rómantik-
urinnar. Heimildirnar um hana eru fágaðar af list sagna-
manna margra kynslóða. Sturlungaöldina sjá menn í
gráljósi raunveruleikans. Henni hafa samtímamenn lýst
fyrir oss, sannorðir inenn, sem segja frá viðhurðunum
eins og þeir gjörðust, fegra ekkert og draga ekkert
undan. Því hafa og dómarnir orðið ólíkir, og þar sem
*) Laxdæla, L. 75.