Vaka - 01.12.1929, Síða 92
OLAFL'R LARUSSOX:
f VAKA ;
346
fram ur 7 riianns*). Með þessari fólkstölu liefðu heimilin
átt að vera 11000 og jarðirnar þá, með hlutfallstölunni
7 : 9, inn 8500, og þá fleiri en öll bæjanöfn, byggðra býla
og óbyggðra, sem nú eru kunn. Ef þessi tala væri eitt-
hvað nærri réttu, hlyti landið að hafa verið miklu þctt-
býlla þá en síðar, og fengi þá eigi staðizt skoðun sú,
uin skiftingu jarðanna á söguöld, sem eg hefi haldið
fram hér að framan. En þessar áætlanir Björns Ólsens
eru mjög hæpnar. Meðalfólkstalan á heimili er sennilega
of lág, Er fljótt að muna iniklu, el'tir því, hver hún er
áætluð. Sé hún hækkuð um einn, upp í 8, lækkar það
strax jarðatöluna um nálega eitt* þúsund. Vilhjáhnur
Finsen hefir gizkað á, að meðalfólkstala á heimili liafi
verið 10 um þessar inundir**). Með saina mannfjölda
og Björn Ólsen telur, að þá hali verið í landinu, yrðu
heimilin þá 7700 og jarðirnar um 5800. Þá er sú ágizkun
Björns Ólsens og mjög hæpin, að hlutfallið milli fólks-
tölu og tölu skattgjaldenda hafi verið svipað 1095 og
það var 1850. Konrad Maurer***) og Vilhjálmur Fin-
sen****) hafa i’ært góð rölc að því, að allur þorri hænda
muni hafa goldið þingfararkaup um þessar niundir. Til
viðbótar rökseindum þeirra vil eg nefna aðeins eitt at-
riði. Um 1850 var langmestur hluti af bændum lands-
ins leiguliðar. Föst innstæðukúgildi voru þá svo að
segja nieð hverri jörð. Jón Johnsen hefir áætlað, að þau
hafi verið um 15400, nálægt þessu ári, eða meira en
fimmtungur af allri liúfjáreign landsmannat). í lok 11.
aldar munu flestir bændur hafa verið sjálfseignarbænd-
ur, og þá mun sá hluti áhafnar jarðanna, er svarar til
iiinstæðukúgildanna síðar, hafa verið eign bændanna
sjálfra að mestu leyti, og verið talinn með, er meta
• ) Safn IV., 354.
••) Aarb. f. nord. Oldk. 1873, 139.
*•) Island, 440—448.
**) Aarl). f. nord. Oldk. 1873, 138—139.
t) Jarðatal, 413—415.