Vaka - 01.12.1929, Side 93
i VA K A
ÚR BYGGÐAUSÖGU ÍSLANDS.
347
skyldi hvort þeir væru svo efnaðir, að þeim hreri að
greiða þingfararkaup. Innstæðukúgildin voru vitanlega
ekki talin með, er fé leiguliða var nietið til skatts, 1850.
Sjá allir hve stórkostlegán mun það hlýtur að gjöra,
hvort fimmtungur búfjáreignarinnar er ialinn með eða
ekki. Þetta atriði eitt, út af fyrir sig, hlýtur að hækka
tölu þingfararkaupsbænda stórum, að tiltölu við ]iað,
sem skattbændatalan var 1850. Með þessu er grundvell-
inum kippt undan öllum útreikningi Björns Ólsens.
Agizkanir um þetta efni hljóta alltaf að verða mjög ó-
vissar. En nær réttu en áætlanir Björns Ólsens, ætla eg
að það sé, að áætla, að um 1095 liafi 9 bændur af hverj-
um 10 goldið þingfararkaup, og ætti þá jarðatalan að
vera tæp 4000. En hvað sem því liður, þá verður eigi
leidd nein sönnun þess, að landið hafi verið þéttbýlla
i lok 11. aldar en síðar, al' manntali Gizurar biskups. Hið
eina, sem með vissu verður leitt af manntalinu, er það,
að þá var hér á landi all-fjölmenn stétt sæmilega efnaðra
miðlungsbænda, eins og einmitt hlaut að leiða af skift-
ingu jarðanna.
En þetta ásland álti fyrir höndum að breytast, og
fjöldi nýbýla átli enn eftir að byggjast í landinu. Sú
skifting jarðanna varð þó með öðrum hætti að mörgu
en hin fyrri.
Býlin hér á landi hafa uin nokkrar aldir skifzt í tvo
aðalflokka, lögbýli og hjáleigur. Milli þessara flokka eru
hin svonefndu hálfbýli, sem ekki höfðu nema liálft fyr-
irsvar á móti lögbýlum, en þeirra ga'tir lílið. Fyrir neðan
hjáleigurnar stóðu svo húsmennskubýlin eða þurrabúð-
irnar, sem voru allmargar i suinum sjáfarsveitum. Töld-
ust þær ekki til jarðanna.
Orðið hjáleiga bendir lil landsleigu. Hjáleigurn-
ar eru ávalt leigulönd. En ekki eru öll leigulönd hjá-
leigur. Hjáleiga er þrengra hugtak. Þær eru leigulönd,
sem leigð eru „hjá“, þ. e. út frá annari jörð. Hjáleigan
er því ávalt háð aðaljörðinni. Hjáleigan hefir ekki af-