Vaka - 01.12.1929, Síða 94
348
ÓLAFUU LÁRUSSON:
[VAKA |
skifl land nema tún og engjar. Beitiland hefir hún
óskift með aðaljörðinni. Ef aðaljörðin er leiguland, þá
byggir ekki landsdrottinn sjálfnr hjáleiguna. Það gjörir
leiguliðinn. Hann leigir öðrum manni með sér, „hjá“ sér
nokkurn hluta leigulandsins. Af þessu er það fvrst og
fremst auðsætt, að hjáleigurnar eru byggðar síðar en
aðaljörðin. í annan slað má af þessu ráða það, að hjá-
leigurnar eigi í fyrstu rót sína að rekja til framleigu
af hálfu leiguliða. Af því leiðir þá aftur, að hjáleigur
hafa eigi hyggzt til muna fyr en leigulöndum lók að
fjölga.
Hjáleigurnar hal'a eigi verið litill hluti af byggð
landsins á siðari öhlum. Af þeim 5600 jörðum, sem tald-
ar eru í jarðatali Jóns Johnsens, voru um 1260, eða
meir en fimmtungur, taldar vera hjáleigur. Sú tala er þó
of lág, því Johnsen telur ýmsar jarðir vera löghýli, sem
sannanlega voru hjáleigur hæði fyr og síðar. Af öllum
hyggðum býlum í Rangárvalla-, Árnes-, Gullbringu- og
Kjósarsýslum, sem talin eru í jarðabólc Árna Magnús-
sonar, er nálega helmingur, 48,6%, hjáleigur, cn hjá
Johnsen eru hjáleigur i þessum sýslum taldar vera
rúmur þriðjungur, 35,9%, af öllum jörðunum. Hjáleigur
skiftast misjafnlega á hyggðarlögin, og eru með flestu
móti í þessum sýslum. Hafa þær aldrei verið jafnmarg-
ar að tiltölu um landið allt og þær voru í þessurn sýsl-
um, en eg ætla að ekki sé of mikið í lagt, að áa>tla, að
fram undir síðasta mannsaldur hafi nálægl því fjórð-
ungur af öllum byggðum hýlum í landinu jafnan verið
hjáleigur, um nokkurra alda skeið. Þegar hjáleigurnar
hyggðust, hefir ]>ví komið til nýrrar skiftingar á jörð-
unum, og hennar all-stórfenglegrar. Hefir sú skifting
hlotið að hal'a áhrif á þjóðlífið, sem hin fyrri. Hjáleig-
urnar voru ávallt smáhýli og þegar þeim tók að fjölga,
varð l'jöhnenn stétl smáhænda til í landinu.
Eg gal þess áðan, að hjáleigurnar ættu rót sína að
rekja til framleigu af hálfu leiguliða, og þeim mundi