Vaka - 01.12.1929, Side 98
352
ÓLAFUK LÁRUSSON:
[vaka]
ininnsla kosli um aldursröð býlaínna. En bæjanöfnin
segja frá fleiru en aldri býlanna. Magnus Olsen hefir
lesið sociala sögu byggðanna í Noregi úr bæjanöfnun-
um. í riti sínu, Ættegárd og helligdom (Oslo 1926) vík-
ur liann að bæjanöfnum hér á landi, og sýnir fram á
það, að bæir hinna göfugustu landnámsmanna. eru
sjaldan kenndir við þá sjáll'a, heita yfirleitt ekki nöfn-
um, sem dregin eru ai' mannanöfnum. Þessvegna heita
þeir bæir sjaldan - s t a ð i r . Sýnir Magnus Olsen fram
á, að -staðirnir hafi yfirleilt ekki verið aðsetur
höfðingjanna, heldur tilheyrt nokkuð lægra stigi í þjóð-
félaginu*). Eins og áður var getið, bendir liann á ]iað,
að 15 landnámsbæir heiti - s t a ð i r , og séu kenndir við
aðra menn en landnámsmanninn, er liyggði þá fyrstur.
Þessir bæir hafa því skift um nai'n, og sennilega lækkað
í tigninni um leið. Mundi sú breyting ekki einmitt stafa
af því, að jarðirnar hafi minnkað, gengið saman við
skiftingu, eins og bent hefir verið á hér að framan.
Fullkomnasta skrá yfir hæjanöfn hér á landi, sem til
er, er skrá Finns Jónssonar í ritgerð hans um íslenzk
bæjanöfn í Safni til sögu íslands, IV. bindi. Þar eru talin
7095 bæjanöfn. Legg ég þá tölu til grundvallar, því sem
hér fcr á eftir. Iv o t - nöfnin eru ekki í þessari tölu.
Finnur Jónsson hefir aðeins sýnishorn af þeim. Tek ég
þau aðallega eftir jarðabók Árna Magnússonar, það sem
hún nær, og öðrurn jarðabókum, og hafa mér talizt þau
vera 765. Þá tölu inætti þó sjálfsagt hækka nokkuð,
með frekari Ieit. Verða því nöfnin alls 7860. Er sú tala
allmiklu hærri en býlatalan, því mörg býli hafa borið
fleiri nöfn en eitt. Nöfn á þurrabúðum eru hér ekki talin.
Söguleg og málfræðileg rannsókn á bæjanöfnum,
*) Ættegárd og lielligdoin, hls. 63 o. J). á e. íslenzltum al-
liýðut'ræfiimönnum til sæmdar má gcta liess, að einn þeirra,
Vigfús Guðmundsson, gjörði sömu atliugun, um sama leyti;
sjá grein lians: Nafngjafir landnámsmanna á íslandi, Árb.
fornl. fél. 1925—1926, 22—31.