Vaka - 01.12.1929, Blaðsíða 110
ÖLAFUK LÁRUSSON:
tvaka]
364
in£>ar frá Núpi, Kothvammur á Vatnsnesi til aðgreining-
ar frá Kirkjuhvammi og Kotá í Eyjafirði til aðgreining-
ar frá Glerá. Algengast er þetta á Suðurlandsundirlend-
inu, en dæmi þess finnast bæði vestanlands og norðan. I
þessum nöfnum merkir ,,kot“ sama og „minni“ eða „litli“,
Kotbrekkur = Minni-Brekkur, enda er Litli-Hamar í
Öngulstaðahreppi nefndur Kothamar í Auðunarmál-
(lögum* *) Margar af jörðum þessum eru gömul lögbýli,
og þylcir mér líklegt, að þessi notkun orðsins sé eldri
en hin, að nota það í niðurlagi nafns.
Að hjáleigunöfnin, og þó einkum kot-nöfnin, séu ung,
styðst og við fleiri líkur. Af öllum bæjanöfnum, sem
nú eru kunn, endar nálega tíunda hvert nafn á kot.
Samt er ekki einn einasti bær með slíku nafni nefndur í
fornritunum. Þeir fara fyrst að koma við sögur á 14.
öld, og þó mjög fáir fyrst i stað. í fimm fyrstu fcindum
fornbréfasafnsins, m. ö. o. fram til 1476, eru nefnd að-
eins 9 kot-nöl'n, og skifta bæjanöfnin í þessum bindum
þó mörgum hundruðum. Finnur Jónsson hefir og bent á
það, sem vott um hinn unga uppruna kotanna, að nöfn
þessi eru oft dregin af gælunöfnum manna, t. d. Begga-
kot, Eyvakot, Simbakol, Tobbalcot, og að ný manna-
nöfn, eins og Páll, Pétur, Siinon og Stefán, koma fyrir í
kotnöfnum**). Varla nokkurt af þessum nöfnum er
mjög fornlegt. Hið fornlegasta er Ambáttarkot á Vatns-
nesi. Það virðist benda alla leið aftur til sögualdar. En
Arni Magnússon getur þess, að býli þetta hafi eigi verið
byggt fyr en seinl á 17. öld, í landi eyðijarðar, er heitið
hafi Katastaðir***). Nafn þetta er því ungt, þó það sýn-
ist vera fornlegt.
Líkt er ástatt um flest hin hjáleigunöfnin. Þau eru
fremur fátíð i fornritunmn. Þó er -gerði nafn á tveim-
*) Dipl. Isi. II., l)ls. 485.
*) Safn IV., bls. 457.
*) Jarðabók VIII. 149.