Vaka - 01.12.1929, Síða 122
376
JÓN JÓNSSON:
[ VAK A ]'
heldnir viíS gamla sönginn, eins og t. d. brseðurnir Jens
og Jón í Hvammssveitinni. Þeir fóru þráfaldlega í kapp-
söng í Hvammskirkju móti síra Steini Steinsen þannig,
að hann söng nýja lagið með sinni miklu rödd, en þeir
sungu gamla lagið alla sálmana til enda.
Það sést líka greinilega á sálmalögunum í þjóðlaga-
safninu hjá síra Bjarna, hvað honum er tamt að
slétta úr, og hafa lögin líkari því, sem þau voru
sungin í Vatnsdalnum. Þess vegna eru sum tvísöngslög-
in hjá honum alveg eftir reglu Lúthers, að tónn og sam-
stafa fylgjast að. Hér eru tekin sem dæmi:
1. Upp á fjallið Jesús vendi:
a. Eins og það er í þjóðlagasafninu, í tvisöng.
b. Eins og móðir mín söng það.
2. Hvar mundi vera hjarta mitt:
a. Eins og það er í þjóðlagasafninu hjá B. Þ.
b. Eins og það var sungið í Hjarðarholtskirkju.
Það er þó ekki svo að skilja, að tvísöngurinn heimtaði
þennan slétta söng eða hefði alla jafna verið sunginn
svo. Hann gat vel sómt sér í samneyti við kaþólskan
skrúðsöng. Sem dæmi um það set ég hér lagið: „Drakk
ég í gær“, úr þjóðlagasafninu. Vegna rúmleysis verða
þessi framantöldu dæmi að nægja, þótt margt fleira
mætti tína til.
Ég hefi áður bent á það, að á síðari öldum kaþólsk-
unnar hér á landi var kirkjusöngurinn skreyttur annað-
hvort með tvísöngnum forna eða með skrúðsöng (figur-
al). Þótt söfnuðurinn tæki sjaldan undir sönginn í kirkj-
unni i kaþólskum siði, þá kunnu allir söngnir menn líka
mikið af tíðasöngnum og notuðu báðar söngaðferðirnar
óspart í samkvæmum og mannfagnaði. Þriðja tegundin,
rímnasöngurinn, stemmurnar, voru aftur
helzt iðkaðar á heimilunum. Á kvöldvökunum voru
rimurnar kveðnar þar. Þegar svo þýzki söngurinn kom
með siðaskiftunum, tók yngri kynslóðin honum tveim
höndum. Lögin lærðust fljótt, en það þótti tilkomulítið