Vaka - 01.12.1929, Side 123
[vakaj SÖNGLIST ÍSLENDINGA. 377
a6 syngja hann sléttan. ÞaÖ lá vel viÖ að syngja hann,
í tvísöng, með hreinstilltum tónum, svo að hann hljóm-
aði betur, og það mátti prýða hann með viðhöfn. Hljóð-
færin voru fá og ekki þess umkomin að halda í horfinu.
Þannig voru lögin brátt umsungin í þann þjóðlega bún-
ing, sem allir þekktu og kunnu frá vöggunni; en við
þetta breyttust lögin, mörg þeirra svo, að þau urðu lítt
þelikjanleg, og sum urðu jafnvel algjörlega óþekkjanleg.
Þó það mál þyrfti, ef vel væri, að rannsaka betur, hika
ég ekki við að fullyrða, að fæst af sálmalögunum, sem
borizt hafa inn í landið, hafi af ásettu ráði verið lögð
niður eða þeim útrýmt, vegna þess að ný lög hafi komið
og rutt liinum úr vegi. Vandlæti manna var vist ekki
svo mikið í þeirri grein, enda var auðvelt að laga lögin
svo, að þau félli betur við efni sálmanna, er þau skyldi
nota við nýja sálma. Þessa þykist ég hafa orðið var um
Passíusálmana. Þau lög voru, sum hver, orðin svo sam-
gróin orðum og búningi sálmanna, að ég tel það rétt-
mæta aðfinnslu eldra fólksins, að sum nýju lögin, sem
við þá hafa verið valin, i stað þeirra gömlu, spilli að
mun áhrifum sálmanna.
Þess má geta, að tvísöngurinn var á umræddum tím-
um og eflaust löngu fyrri með öllu gleymdur og glatað-
ur annars staðar en hér á landi; en hin aðferðin, skrúð-
söngurinn, var ennþá almennur um öll lönd, meðan
hljóðfæri með föstum tónum voru engin. Ástæðan til
þessa virðist mér ofur eðlileg: þróttleysi raddarinnar til
að b.a 1 da uppi löngum söng án hljóðfæris. Allir söng-
rnenn þekkja það, að eigi lengi að halda sama tóninum,
fer ekki hjá því, að hann lækld, af því að raddböndin
slakna. Séu tónarnir fleiri og styttri, gefst alltaf betra
tældfæri til að stilla raddböndin á ný, og sérstaklega er
hentugt, að tónarnir séu svífandi, eins og oft vill verða
í fleirliðum. Það er því ekki ófyrirsynju, að þessi söng-
aðferð kom upp og hélzt svo lengi. Það má jafnvel segja,
að hún gat ekki horfið fyrr en hljóðfærin komu í kirkj-