Vaka - 01.12.1929, Side 134
RITFREGNIR.
KRISTMANN GUÐMUNDSSON: Livets morgen. Roman.
Oslo. 1929.
Gaman væri að vita, hver voru fyrstu drög til þess-
arar sögu í sál slcáldsins. Eg get ekki slitið úr huga
mér þann grun, að hún sé vaxin upp af vísu Þóris
jökuls, er hann kvað áður hann lagðist undir höggið,
eftir Örlygsstaðafund, vísunni, er skáldið lætur Halldór
Bessason söguhetju sina minnast, á ægilegustu úrslita-
stundu lífs síns:
Upp skaltu á kjöl klífa,
köld er sjávar-drífa,
kostaðu huginn herða,
hér muntu lifit verða.
Skafl heygjattu, skalli,
þó at skúr á þik falli,
ást hafðir þú meyja,
eitt sinn skal hverr deyja.
Svo ríkt er sjómannseðli Þóris jökuls. að hann sér
sjálfan sig á banadægri sínu i mynd þess manns, er
ldífur upp á kjöl í ofviðri og bregður sér hvergi, þó að
brimlöðrið skelli i andlit honum; en hlýjan að innan,
sem liamlar upp á móti hinni „köldu sjávar-drífu“,
stafar frá endurminningum um ,,ást mej'ja'*. Þessi
„skalli“ má ekki „beygja skafl“ — beygja skeifu, því
að það væri að bregðast ást þeirra meyja, er höfðu unn-
að honum fyrir karlmannlega yfirbragðið, og lítil-
mennska að greiða sútandi þá skuld, sem allir eiga ein-
hverntíma að gjalda. Og er ekki það sein skáldið segii-
um Halldór Bessason og jökulinn, runnið af kenningar-
nafni Þóris? „Hann var að hugsa um jökulinn ; í
æsku hafði honum fundizt hann svo 1 i f a n d i ; eins
og vera, sem maður gerði bæn sína til. Þegar honutn
var glatt og létt í geði, var gott að horfa á jökulinn.