Vaka - 01.12.1929, Blaðsíða 136
390
RITI-'REGNIR.
[ vaka]
heimilislií' og í'átækt, er mest stafar af því, hve verzlun-
in verður honum þung í skauti fyrir tilstilli Salvarar,
er vill koma honum á kné, um vandræðin þegar
dóttir hans, augasteinninn, og sonur Salvarar (sem
raunar var líka sonur Halldórs, þó að hann vissi ekki)
fella hugi saman og fá ekki að eigast, — um það hvern-
ig Halldór þrátt fyrir allt reynist sterkari en örlögin,
fær borgið kjarna sálar sinnar óspilltum og dáið sem
viðurkennd hetja, sáttur við guð og menn og tilbúinn að
mæta hinum megin fyrstu ástmey sinni, er hann loks
hefir fengið að vita að unni honum einum. En Salvör,
sem hefir hatað hann og elskað alla stund, siðan hún
fór frá honum, kyssir að lokum moldina á leiði hans.
Þjóðhagir þeir, er sagan Iýsir, mundu nú vera að
minnsta kosti hálfrar aldar gamlir, og hefði það átt
að koma fram í bókinni, úr því að hún er rituð á er-
lendu ináli.
Svona sögu skrifar enginn nerna sá, sein fæddur er
skáld og veit hvað hann vill. í henni er örlagaveður, Iíf
og hreyfing. Hún hrífur með sterkum straumi Iifandi
frásagnar og skarplegrar lýsingar jafnt á náttúrunni
sem mönnum, ungum og görnlum. Þarna eru frum-
kraftar lífsins í orði og athöfn og víða skyggnzt djúpt
i fylgsni hugans. Á stöku stað er lyllt á fremmstu nöf
um sennileik, svo sem um trúlofun þeirra Gissurar
Halldórssonar og Fríðu i sögulokin, e.n þar mun hilla
undir nýtt söguefni til framhalds.
Mikið verkefni er óleyst fyrir menningu vora, meðan
svona rithöfundur verður að rita á erlendu máli.
G. F.
DAVÍÐ ÞORVALDSSON: Björn for.maður og fleiri
smásögur, Rvik 1929.
Hér riður nýr i'ithöfundur all-laglega úr hlaði.
Þetta er ungur inenntamaður, sem verið hefir nokkur
ár við nám í Frakklandi og lifað þar sitt af hverju, en
orðið að hverfa heiin aflur sakir heilsubrests.
í bók þessari, sern er prýðilega útgefin og all-sæmi-
lega frá gengið, eru sögur og Ijóð í lausu máli. Höf.
virðist vera draumlyndur maður og veiklyndur og all-
mikils klökkva gætir hér og þar. „Ég græt . ..“ heitir
siðasta ljóðið í bókinni, þar sem höf. tregar liðna æsku.