Vaka - 01.12.1929, Page 142
RITFREGNin.
[vaka]
396
eigulegasta og er vonandi, að hún nái tilgangi sínum,
en hann er sá frá útgefendanna hálfu, aö reyna að
vekja athygli og skilning manna á menningu þjóðar-
innar þau þúsund ár, seni hún hefir lifað lífi sínu í
blíðu og í stríðu.
Myndavalið sýnist útgefendunum yfirleitt hafa tekizt
vel, og þeir munu hafa náð sýnishornum af flestu því,
er sýnishorn eru til af. Að hvoru tveggja því, sem hér
kemur til greina, forngripum og gömlum inyndum, er-
um vér fátækari en flestar menningarþjóðir aðrar, og
fornar byggingar eru engar við líði hér á landi. Samt
er furðulegt, hve margt liefir geymzt, er litið er á allar að-
stæður. Það er t. d. merkilegt, að elztu byggingaleifar
úr timbri, úr íbúðarhúsum, sem til eru á Norðurlöndum,
skuli hafa geymzt hér, þiljurnar frá Möðrufelli. Og
margt al' því, sem hér hefir geymzt, er merkilegt að
ýmsu. Myndirnar sumar í þessari hók sýna það til dæm-
is ágætlega, hve frábærlega hagir menn hafa verið til
hér á landi bæði í málmsmíði, útskurði og útsaum. Þá
eru og í bókinni nokkrar upphafsstafamyndir úr hand-
ritum, sem sýna, hve frábærlega menn hafa verið hagir
í dráttlist. En auk þess sem jiessir fornu gripir og
myndir bera vott um hagleik og listfengi þeirra, er þá
gjörðu, þá hafa þeir sitt menningarsögu-gildi þar fyrir
utan, og varpa Ijósi á ýms atriði í lífi þjóðarinnar, sem
önnur gögn segja ekki frá. Þess vegna eiga útgefendur
ritsins þakkir skilið fyrir að hafa komið fyrir almennings
sjónir jafn góðu yfirliti um þetta efni og þessi hók er.
Ó. L.
LEIÐRÉTTINGAR.
A bls. 275 i 12. I. a. n.: tal, les: tala.
— —• 281 i 15. 1. a. o.: sallsúrusúrl natrium, les: salicylsúrt
nalrium.
— 281 í 5. 1. a. n.: lió, les: þá.