Nýtt kirkjublað - 30.01.1908, Blaðsíða 15

Nýtt kirkjublað - 30.01.1908, Blaðsíða 15
NÝTT KIRKJTJBLaÐ 11 vours after the Christian Life“ eftir dr. Martineau, eins konar Mynsters hugleiðingar, en dýpri miklu. Eg sendi þér ef til vill ofurlítið svnishorn, ef eg kemst til að snúa því. Það væri gaman að sjá fáeinar málsgreinir eftir M. í Kirkju- blaðinu. En það sem eg ætlaði að segja var þetta: Mig langar til, ekki að leysast héðan að svo stöddu, heldur að mega lifa í þvísa ljósi, meðan kraftur og áhugi endist. Að vísu finn eg þol og áræði rninka, en stilling og vald yfir sjálfum mér þróast með aldrinum, og einkum elskan á öllu góðu og hugljúfu, háu og ágætu. Og svo er hitt: Mér ofbýður livað lítið varð úr lífinu — hvað lítið verður úr allra lífi, sem saman eða andstæðir stríða. — Bótin er, að þetta örstutta líf, sem ætlar að deyða okkur með vandræðum og verkefnum, raunum og ráðgátum, er einungis ofurlítill inngangnr til annars meira. Ekkert annaÖ.u Sama daginn eða rétt á eftir að bréfið kom, datt við- takandi ofan á einkar fögur orð skáldsins mikla og spáinannsins á franska tungu. Þau fara hér á eftir sem svar og vinarkveðja til skáldmæringsins fyrir norðan. ,Mcira að siarfa guðs um gcim.‘ Maðurinn er óendanlega smá eftirmynd guðs. Mannin- um nægir sú vegsemd. Eg er maður, smáögn, sem sjón festir eigi á, dropi í útsæ, sandkorn á ströndu. En svo litill sem eg er, kenni eg samt guðs innra með mér, því að eg finn sköpunarkraftinn hjá mér, og beiti honum við ritstörf mín. Eg kenni hjá mér lífsins, er koma á. Eg er eins og marghöggvinn skógurinn, þar sem nýjum frjókvistum skýtur upp með enn öílgara lífsþrótti en áður. Ofar og ofar! Eg berst í hæöir. Sólin skín yfir höfði mér. Jarðarsafinn ólgar í æðum nn'num, en himininn lýsir mér með endurskini frá ókunnum heimum. Þú segir, að sálin sé ekki annað en líkamlegur kraftur. Hvernig er því þá varið, að aldrei hefir verið bjartara yfir sálu minni en nú,

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.