Nýtt kirkjublað - 06.02.1908, Qupperneq 1

Nýtt kirkjublað - 06.02.1908, Qupperneq 1
NÝTT KIRKJUBLAÐ HALFSMÁNAÐARRIT FYRIE, KRISTINDÓM OG KRISTILEGA MENNING 1908. Reykjavik, 6. febr. 2. blað lannsmóiið og mannsviljinn. Hvað er það sem gerir manninn ólíkan öllum öðruin skepnum ? Látið börnin reyna sig á ]iví, að svara spurningunni. Ekki út úr kverinu, með orðum og hugmyndum sem þau ekki skilja, en látið þau koma með eitthvað, sem ]>au sjálf geta séð og þreifað á. Eitthvað láta börnin það heita, og það er nógu líklegt að þrent verði fyrir þeim, sem maðurinn hefir, en ekki dýr- ið. Það eru fötin, eldsnotin og málið. Það er undur skemtilegt efni að rifja upp fyrir börnunum, hvernig dýrin hafa allskonar litaskifti og hamaskifti sér til varnar og þæginda í hita og kulda o. s. frv. — Sjálfur lík- aminn breytist og þar er búningsbótin og fataskiftin hjá dýr- unum En hitt verður engu dýri að sníða á sig ytra gerfi úr aðfengnu efni, og fara í það og úr því eftir vild. Við erum altaf með eldspýturnar í höndunum, og hugs- um ekki út í það hvaða dásemdar-undur það hefir verið, er mannveran í fyrndinni forðum datt ofan á það að kveikja eld. Þeir íkildu betur til forna, en nú skiljum vér orðin: „Eldur er beztur með ýta sonum“. Og þessi ímynd lífsins í eldinum! „Funi kveikist af funa“, og þó er jafnóeytt það sem af er tekið. Þjóðirnar geymdn helga elda sílifandi um þúsundir ára. Eimir enda enn af þeim sið i sumum helgivenjum. Og goða- sagnirnar láta eldinum vera rænt af himni, og guðirnir eru gramir þeirri miklu framsókn mannsandans. Tal og tungumál verður flestum fyrst að nel’na af yfirburð- unum miklu er greina manu frá dýri. Óefað gera menn þá

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.