Nýtt kirkjublað - 06.02.1908, Blaðsíða 8

Nýtt kirkjublað - 06.02.1908, Blaðsíða 8
24 NÝTT KTRK.TUBLAÍ). [safnið] til að ráða fram úr jiessum kaupum. Eg er eins og sveitakona i Thomsens Magasíni með 10 pd. af ull til að kaupa fyrir allar heimilis þarfir“.“ I lögunum um kennai’askóla var heimilað að verja til skólahúss, áhalda og innanstokksmuna alt að 30,000 kr. úr landssjóði. I lögunum er ekki sundurliðun þess fjár, en ráð- gert var að húsið kæmist upp fyrir 25,000 kr., hitt gengi til útbúnaðar. Mestu skiftir að húsið verði nægilegt, hentugt og vandað, því að hægra er að bæta úr því, ef á skortir með útbúnaðinn. Meistari Eiríkur Magnússon í Cambridge varð hálfáttræður 1. þ. m. Næsta ár eru 50 ár liðin frá því hann varð guðfræðiskandidat frá prestaskólanum. Tveir kandidat- ar þaðan, eldri en hann, eru enn á lífi: Hjörleifur prófastur Einarsson, sem verðnr júbilkandidat í sumar og síra Jakob Benediktsson á Hallfreðarstöðum, sem er enn miklu eldri, útskrifaður þaðan 1853. Atgerfi anda og handar hefir Eirík- ur borið um fram rétt alla samaldarmenn sína. Hann er enn sístarfandi þrátt fyrir veiklaða sjón. Hann hefir látið sér ant um trúar og kirkjumál þjóðar sinnar, og enginn bar jafnt fyrir brjósti biblíuþýðinguna nýju, og eru athugasemdir hans og leiðbeiningar stórmikið verk. Fjölda margir vinir sendu honum héðan heillaóskir á afmælisdaginn- Séra Valdimar Briem varð sextugur l.þ. m. Hann nýtur þess að síminn er ekki kominn austur og upp um sveitir. Honum hefði orðið ónæðissamt á afmælisdaginn, hefði verið náð til hans. Annað prestsembætti við dömkirkjuna. Grein- in sú varð ofviða hálförkinni. Kemur 15. þ. m. NÝTT KIRKJUBLAÐ 18 arkir á ári í 24 tölublöðum. Verð 2 kr. — 75 cts. Há sölulaun þegar mikið er selt. Ritstjóri: PÓRHALLUR BJARNARSON. Fólagsprentsmiöjan.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.