Nýtt kirkjublað - 15.02.1908, Blaðsíða 2
26 __________^NÝTT^KmKJlJBLA^
innað prssisemboeiii Yið dómkirkjuna.
Löggj ö fin vill gera s ö fnuðinum vel til.
önnur grein í iögum síðasta alþingis um skipun presta-
kalla hljóðar svo:
„I Reykjavíkur-prestakalli skulu vera tveir þjóðkirkju-
prestar, dómkirkjuprestur og annar prestur honum jafnhliða.
Landsstjórnin, í samráði við biskup, skipar fyrir um aðstöðu
þeirra hvors til annars, samband sín á milli og verkaskiftingu
í söfnuðinum".
Þessi grein prestakallalaganna var samþykt á þinginu ó-
breytt eins og hún kom frá milliþinganefndinni í kirkjumál-
um. I ástæðum nefndarinnar fyrir frumvarpinu er þetta skýrt
rækilega. „Tillögur" nefndarinnar eru í fárra höndum, og er
rétt að flytja hér ástæðurnar fyrir greininni.
„Nefndin leggur til, að í Reykjavíkur-prestakalli skuli
hér eftir vera tveír þjóðkirkjuprestar, dómkirkjupresturínn og
annar fastur prestur honum samhliða. Leggur nefndin þetta
til með hliðsjón á því, hve afar-mannmargt þetta prestakall
er orðið, svo mjög sem kaupstaðurinn hefir vaxið á næst-
liðnum mannsaldri. Árið 1890 voru íbúar prestakallsins
3886 -\- 564 (í útsókninni) en um síðustu áramót [í ársbyrjun
1906] voru þeir orðnir c: 9400 eða rúmur */» allrai" þjóðar-
innar. Að vísu er, eftir upplýsingum sóknarnefndar, alt að
þvi lja pessara manna í fríkirkjusöfnuðinum, en það sem þá
verður eftir, er þó svo margt (alt að 6300), að flestum mun
koma saman um, að það sé lítt kleift að veita svo fjölmenn-
um söfnuði viðunalega prestsþjónustu Revndar mætti ráða
bót á þessu með því að halda aðstoðarprest, eins og dóm-
kirkjupresturinn hefir gert nú um nokkur undanfarin ár. En
þar sem jafnfjölmennur söfnuður á í hlut, getur það ekki á-
litist rétt, að sóknarpresturinn taki sér aðstoðarprest, án þess
að söfnuðurinn eigi þar nokkurt atkvæði um, en það á söfn-
uðurinn ekki, meðan ræða er um eingöngu persónulegan
kapellán. Fyrir því þykir nefndinni ekki nægja, að gera
dómkirkjupresti að skyldu að halda aðstoðarprest eins og nú
er, heldur leggur hún það til, að stofnað verði annað sjálf-