Nýtt kirkjublað - 15.02.1908, Síða 3

Nýtt kirkjublað - 15.02.1908, Síða 3
NÝTT KTRKJTJBLAÐ. 2? stætt prestsembætti við dómkirkjuna i líkingu við ]*ac5 sem í Danmörku og Noregi er kallað „resíderandi kapellán", eða „annar prestur“, er sé kosinn af söfnuðinum á sama hátt og eftir sömu reglum og dómkirkjupresturinn, og siðan veitt embættið af landsstjórninni, eins og honum. Hvað snertir aðstöðu prestanna hvors til annars, er gert ráð fyrir því, að landsstjórnin, í samráði við biskup skipi fyrir um það, og heíir nefndin hugsað sér, að vel geti farið á, að líkt yrði á- kveðið um samband þeirra sín á milli og verkaskiftingu, og á sér stað í Danmörku, að öðru leyti en því, að hver prest- urinn verði látinn vinna þau aukaverk, sem hann er beðinn uin, og eigi borgunina fyrir þau óskerta". Það er rétt athugað hjá nefndinni að sitt hvað er það fyrir Reykjavíkur-söfnuð að fá annan prest sjálfstæðan, sem söfnuðurinn kýs, og að hafa áfram þjónustu aðstoðarprests. Lögin ætlast til að söfnuðurinn geti valið manninn eftir sínu höfði, og eins verður það látið frjálst hverjum og einum safnaðarlim að kjósa um þá tvo presta til allra aukaverka. Niðurjöfnun kemur m e ð nýj a pr estinu m. Nýja prestsembættið verður því að eins stofnað, að þá komist og til framkvæmda hér nýju lögin um laun sóknar- presta. En í þeim lögum er nýmæli, sem sett var í neðri deild, um niðurjöfnun sóknargjalda. Aðalmaður kirkju- löggjafarinnar á þinginu, séra Sigurður Stefánsson, taldi það nýmæli fremur meinlaust og gagnslaust, virtist telja það efa- samt, hvort það yrði notað. Það er þó enginn minsti vafi á því, að heimildin til að jafna niður sóknartekjunum yrði notuð í kaupstöðunum og þá sérstaklega í Reykjavík. Verkamenn mundu óðara krefj. ast þess, og hefðu margfaldlega atkvæðaaíl til þess að koma því fram. Lögmæltar sóknartekjur eru preststíundir, offur, lausmanns- gjald, lambsfóður og dagsverk. Eftir nýju lögunum innheimtir sóknarnefndin þessar tekjur fyrir prestlaunasjóðinn, en svo er safnaðarmönnum heimilt að ákveða það á lögmætum safnað- arfundi, fyrir eitt ár í senn, að niðurjöfnunargjald komi í staðinn öeflir reglum, er samþyktar eru á lögmætum sai'nað*

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.