Nýtt kirkjublað - 15.02.1908, Blaðsíða 4

Nýtt kirkjublað - 15.02.1908, Blaðsíða 4
arfundi og staðfestar af prófasti", og fylgir gjaldinu lögtaks- réttur. Engin ákvæði eru sett um þessa niðurjöfnun, eins og t. d. um niðurjöfnun sönggjaldsins. Prófastur á að staðfesta. Hvernig fer ef hann synjar? Það er t. d. hugsanlegt að gjaldið yrði eítthvert hundraðsbrot af útsvari manna, þó að skrítilega komi það niður á atvinnufyrirtækjum. Þetta kann nú i íljótu bragði að vera nokkuð ófýsilegt fyrir hina hærri gjaldeudur að komast undir nýju lögin um leið og rétturinn fæst að kjósa annan prest. En þess ber að gæta að fjárhæð sú sem iafnað yrði niður árlega, færi þó eigi fram úr því sem þjóðkirkju-safnaðarlimir eiga samtals að greiða eftir lögboðnum taxta á sóknartekjunum. Það gæti farið svo, ef Reykvíkingar og útsóknar-menn færu rétt allir í fríkirkjuna, að landssjóður eða prestlaunasjóður heimti rétt engar tekjur héðan, þótt árlega yrði hann að greiöa til tveggja presta 4600 kr. Efnameiri gjaldendur þurfa því vart svo mjög að óttast breytinguna, þótt að búast megi við niðurjöfnun. Bæði eiga þeir þrautalending í fríkirkjunni, finnist þeim sér misboðið, og svo greiða þeir nú flestallir mun hærra offur en lögboðið er, en til niðurjöfnunar kemur að eins lögboðni taxtinn. Það, er ekki sennilegt að niðurjöfnun færi hjá þorranum fram úr því gjaldi, sem þeir greiða nú með offrinu. Söfnuðirnir tv eir. Það er ótrúlegt, en satt er það, að enginn getur úr því leyst, hve margir eru í þjóðkirkjunni hér og hve margir eru í fríkirkjunni, svo að standi á hundruðum, eða jafnvel þús- undinu. Eg hefi spurt báða prestana, og þeir segjast hvorug- ur geta sagt um það neitt ábyggilegt. Dómkirkjupresturinn gizkar á að 8/5 hlutir safnaðarins séu í þjóðkirkjunni. Fríkirkju- presturinn hyggur hitt nær, að telja megi helmingaskifti. Eyrir tveim árum telur kirkjumálanefndin ljt í fríkirkjunni, eftir upplýsingum (ágizkunum ?) sóknarefndar. — Hvernig þeir menn fara að, sem ná eiga inn margskonar þjóðkirkju- gjöldum, með þessari óvissu, skil eg ekki. — Kirkjumálanefndin telur þá full 6000 í þjóðkirkjunni og ætlar 2 prestum að þjóna. Eftir því þriggja manna verk prestsþjónustau

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.