Nýtt kirkjublað - 15.02.1908, Blaðsíða 5

Nýtt kirkjublað - 15.02.1908, Blaðsíða 5
fyrir fólkið í hinu forna óskifta Reykjavikur-prestakalli. Nú full 10000 í sjálfum bænum og um 500 í útsókninni. Eftir aukaverkunum árið sem leið hefði verið engu minni þörf á því að frikirkjupresturinn hefði haft aðstoð. Þau gefa og bending um fólksfjöldann í söfnuðunum. Séra Jóhann hefir árið sem leið skírt ein 150 börn, en séra Ólafur 210, séra Jóhann hefir gefið saman 48 hjón, en séra Olafur 77. Aftur hefir séra Jóhann jarðsungið 130 manns, en séra Ólafur ekki nema 95. En ótaldar eru húskveðjurnar sem frikirkju- presturinn flytur fyrir þjóðkirkjumenn. Þær eru margar. Þess ber og að gæta að hér í bæ deyja margir, aðkomnir til lækninga, utan beggja safnaða, og munu þeir flestir jarð- sungnir frá dómkirkjunni. Eftir tölu fæddra og giftra ætti fríkirkjusöfnuðurinn að vera mun stærri, en í þeim söfnuði er aðallega yngra fólkið, sem til bæjarins streymir árlega hvaðan- æfe og giftist hér og getur börn. Næst mun það vera sönnu, að áhöld séu um fólksfjöld- ann í báðum söfnuðunum, hvort sem litið er til Reykvíkinga eða útsóknarmanna. Seltirningar eru fremur tryggir við þjóð- kirkjuna en uppbæir farið flestir í hina, enda í henni léttari gjöld fyrir sveitabændur . Það dylst eigi að fríkirkjan sækir á og hún fæi\ viðkomuna. Og það er síður en svo að það nýmæli fríkirkjunnar, að láta alla borga aukaverkin áður en unnin eru, hafi fælt menn þaðan. Sú regla hefir einmitt orðið hinn bezti skilvísis-skóli fyrir fríkirkjusöfnuð Reykjavíkur. Þriðji söfnuður er hér í bænum með lögmætan prest, katólski söfnuðurinn í Landakoti. Fjórði söfnuðurinn mun vera í aðsigi, hjá David Östlund adventistatrúboða, búist við að hann innan skamms fái konunglega staðfesting sem for- stöðumaður adventista-safnaðar. Þessi brot eru þó svo fámenn að eigi koma þau hér til greina. Brauða-samste yp a n. Þegar litið er á tölu safnaðarlima í þjóðkirkjunni hér nú orðið, virðist það — miðað við aðrar samsteypur — engin fjarstæða að leggja Lágafellssókn (og Viðeyjar) við Reykja- víkurprestakall, þegar tveir eiga að vera prestarnir, en ein- mitt sú samsteypan kann nú í bili að tefja fyrir því, að vér

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.