Nýtt kirkjublað - 15.02.1908, Blaðsíða 6

Nýtt kirkjublað - 15.02.1908, Blaðsíða 6
80 ^^^^^ÝT^KW^JV^L^^ þjóðkirkjumenn hér fáum að kjósa oss þennan annan prest. Milliþinganefndin i kirkjumálum leit svo á, og hafði vísl rétt fyrir sér í því, að atriðin tvö í umboðsskrá hennar, að gera „nauðsynlegar umbætur á launakjörum presta" og koma á „hagfeldri skipun prestakalla í landinu", yrðu að skiljast í sambandi hvort við annað. Þetta varð með því að fækka prestunum og verja því fé, sem áskotnaðist við það til að bæta laun þeirra sem eftir yrðu. Alt löggjafarstarfið hafði það fyrir augum „að komast af með gjöld þau sem sóknar- menn nú greiða til presta og fé það sem landssjóður nú legg- ur fram til prestastéttarinnar ásamt tekjunum af eignum prestakallanna". MiIIiþinganefndin fækkaði prestaköllunum um 30 og svo strikuði þingdeildirnar út 3 og 4. Jafnframt urðu launin alls og alls h'tið eitt ríflegri við meðferð þingsins. Við 3. umræðu i neðri deild var hörðust hrotan að fækka prestaköllunum enn frekar og töluverður ágreiningur varð um það í þingnefndinni sem mestu réði um málið, og þar varð það að samkomulagi að leggja niður Mosfellsprestakall í Mosfellssveit, og láta mest- an hluta þess sameinast Reykjavík. Það er óhætt að fullyrða að engum, sem þar átti hlut að, kom þá til hugar að raska. því ákvæði laganna að Reykjavík fengi nú þegar sína tvo þjóðkirkjupresta. En nú liggur við borð, að kirkjustjórnin, alténd hin ver- aldlega sem um krónurnar heldur, muni eigi telja heimild til að setja á stofn þetta „annað prestsembætti" í Reykjavík með- an Lágafells og Viðeyjar-sóknir renna eigi saman við: tjái eigi að raska þessum jafnvægis-grundvelli laganna að inn komi i annan vasann, það sem úr hinum er látið. Og það mun vís- ast ekki að miklu haft, þótt kirkjustjórninni sé bent á, að svo framarlega sem enn eru 5—6000 manns hér í þjóðkirkjunni, þá tiglaði söfnuðurinn prestlaunasjóði ríflega laun prestanna beggja, og töluvert dregur um eignatekjur prestakallsins, einar 900 kr. á ári. Dómkirkjupresturinn okkar sem nú er, lætur eigi standa á sér, að breytingin komist á. Hann hefir munnlega látið það í Ijósi, er hann hefir verið um það spurður, að svo framar- lega- sem söfnuðurinn lætur uppi ósk um það að kjósa sér

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.