Nýtt kirkjublað - 15.02.1908, Síða 7

Nýtt kirkjublað - 15.02.1908, Síða 7
NÝTT KIRKJTTBLAÐ 31 þennan „annan prest“, þá gangi hann sjálfur undir nýju lög- in, hvaða afleiðingu sem það kunni að hafa efnalega fyrir sig, og betur getur hann eigi boðið. Séra Jóhanni er enn annara um að söfnuðurinn geti beitt kosningarrétti sínum á komanda sumri, vegna þess að. í næstu fardögum lætur séra Jón Helga- son af síðdegisprédikunum sinum annan hvorn sunnudag. Þeirrar þjónustu við dómkirkjuna munu margir sakna, en séra Jón lítur svc á, að nú gerist þessarar hjálpar eigi þörf, er tveir eiga að vera þjóðkirkjuprestarnir hér, enda hefir séra Jón nú haldið þeim „messum" uppi í 13 ár. Það er þá eitt sem á kann að standa og það er sam- steypan við Mosfellið. Þar — í brauða-samsteypunum—er vandræðahnúturinn í framkvæmd prestakallalaganna: Fyrir söfnuðina, fyrir kirkjustjórnina og fyrir alþingi. Ólög og óg ö ng ur. Rétt er, þegar tækifærið býðst, að vikja að þeirri hlið málsins sem fyrst verður fyrir, er saman á að steypa tveim prestaköllum, og mest tekur til fólksins: Eru sóknarmenn í samsteypu-prestakallinu, sem fyr losnar, alveg réttlausir í ráðningu prests eða ráðstöfun prestsþjónustu ? Hafa þeir þá engin úrræðin'önnur en fríkirkjuna, vilji þeir eigi láta reka sig í skilaréttina ? Og hvað verður úr öllu talinu því að kirkjulöggjöfin síð- asta hafi eflt og aukið safnaðarfrelsið ? — — Otvíræð bending er þegar komin um skilning kirkjustjórn- arinnar í því efni, nú, fyrsta renslið. Gilsbakki á að sameinast Reykholti. Nú losnar Reyk- holtið í næstu fardögum og presti á Gilsbakka er boðið að taka það, — og eigi mun þar hafa verið tilskilið sam- þykki safnaðarmanna, eða þeir aðspurðir hvort þeir kysu ein- hverjar aðrar ráðstafanir. Það fór nú svo vel að séra Magnús Andrésson þáði eigi sameininguna. Þar hefði einmitt komið svo slæmt fordæmi. Virðing og vinsældir séra Magnúsar, og gagnnáinn kunnug- leiki, hefðu valdið því, að honum hefði verið tekið með góðu fyrir sunnan ána, og söfnuðir þar hefðu ekki setl fyrir sig rétt- armissirinn.

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.