Nýtt kirkjublað - 15.02.1908, Blaðsíða 9

Nýtt kirkjublað - 15.02.1908, Blaðsíða 9
fj§ildi ritningarinnar Eftir séra B. J. Campbéll. Að lúta viildi utan frá. Miðlungsmönnunum — að þeim ólöstuðum — er það tamast að trúa og treysta einhverju algildisvaldi, sem yfir þá er skipað og að þeim er haldið utan frá, og á það sér eigi síður stað i trúmálum en í öðrum efnum. Óskeikula kirkjan er einn slíkur fulltrúinn. Mikil sveit manna skipast undir það merki. Óskeikula bókin er í annan stað átrúnaðargoð margra. Óskeikular trúarjátningar er enn eitt aðhaldið fyrirfjölda manns. Það heitir svo, að þar séu sett órjúfanleg lög um aldur og œfi, sem auðvitað reynist hégóminn einber. Alt þetta er ekki annað en hækjur, þegar bezt lætur, en þegar illa fer, þá verður þetta ytra vald haft á mannsandann, hræðilegur farartálmi á framsóknarbraut mannssálarinnar. Inni í sjálfri mannssálinni er dómsvaldið algilda, en ekki fyrir utan hana. Smátt og smátt skýrist sannleiksljósið guðlega fyrir mann- kyninu. Svo erum vér mennirnir gerðir. Sannleiksljósið er ávalt á leiðinni til vor frá guði, það getur komið úr svo ó- tal áttum, en hvaðan sem það kemur, þá verður mín eigin sál að geta bergmálað sannleikann, eg verð sjálfur að finna til þess og kannast við að það sé satt sem að mér berst. „Það er mér sól sem mér skín". Sála mín fær engan þroska og vftxt við sannleiksljósið það sem eigi skín sjálfum mér, eða við orðið það sem eigi bergmálar í mínu eigin brjósti. Það sem satt kann að vera í bókinni þessari [riti höfund- arins], það verður svo sem ekki sannleiki fyrir lesendurna bara af þvi að eg segi það, heldur vegna þess að þeir sjálfir álíta það vera satt, og sú tilfinning verður svo rík hjá þeim, að frá þeirri sannfæring verður þeim eigi þokað. Og hví skylduni vér vantreysta mannssálinni að greina sannleikann? Á hún ekki samstiltan strenginn? Sannleikurinn er einn og hinn sami, og allir ejnlægir sannlejks-leitendur stefna að sama

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.