Nýtt kirkjublað - 15.02.1908, Blaðsíða 10
markinu. ÞaS er guSseðlið innra með sjalfum oss, hverjum
og einum, sem lætur oss skynja og kjósa sannleikann— þann
sannleikann, sem oss kemur bezt í þörf, og guðseðlið það,
gefið oss mönnunum, er sjálf uppsprettulind alls sannleika,
er sjálfur guð í oss. — —
Treystið guðseðlinu innra með sjálfum yður! Undirtektir
mannssálarinnar er prófsteinn sannleikans.
Bókstafsþrældóninrinn er hræðilegt haft.
Það reynist slæma hneykslunarhellan fyrir margan guð-
rækinn og greindan mann á vorum dögum þetta, að telja sig
bundinn af þeim og þeim bókstaf ritningarinnar. Tökum það
dæmið, að því sé haldið á lofti, að allir menn verði á end-
anum hólpnir. Mörgum góðum manni verður þá að hugsa
eða segja svo: Víst er um það, að það er mjög sennilegt, mig
dauðlangar til að mega trúa þvi; en — hvað segir ekki ritn-
ingin: „Og þessir skulu fara burt til eilífrar refsingar, en
hinir réttlátu til eilífs lífs". Honum verður svo sem ekki fátt
ritningarstaða manninum þeim, og hann hefir ekkert veður af
því, að þegar þetta var hugsaS og talað, sem hann er að fara
með, þá átti það við allt annað, og það er alveg óskylt því
efni, sem þaS nú er látiS eiga viS. — —
Maðurinn, sem hór er verið að tala um, er trúhneigður,
hann er fremur vandaður, og að öSru leyti eins og fólk er
flest, er gagnsmaSur, og heíir mörgu aS sinna. Hann kemst
i ógöngur þegar hann fer aS hugsa um trúarmálin eftir því
sem honum hefir kent veriS, og seinastgefur hann alt slíkt upp á
bátinn, þaS tefur hann um of og gerir honum gramt í skapi,
og hann hættir alveg að hugsa um trúarefni.
Það er svo oft að bókstafur ritningarinnar virSist kenna
þveröfugt við það, sem mannshjartað kristnaða hugsar og
þráir, mannshjartað sem likjast vill Kristi. Tökum sem dæmi —
afsvofjölda mörgum — grimmu orðin í 137. sálmi: „Heill þeim
er þrífur ungbörn þin og slær þeim niður viS stein". Er
þessi staður innblásinn af anda Jesú Krists? Vill göfugt og
gott mannseðli kannast við að þetta sé rétt og satt? Vist
ekki. Enginn er sá, er feta vill i fótspor Jesú, að hann hafi
yndi af því að sjá ungbarni slegið niður við steini.
En það er siður en svo að vér eigum að fárast yfir þess-