Nýtt kirkjublað - 15.02.1908, Blaðsíða 11

Nýtt kirkjublað - 15.02.1908, Blaðsíða 11
______________ um ritningarstað. Þegar vér þekkjum öll aðdrögin, þá meir en skiljum vér heiftina, og samkennumst höfundinum : Vesall fangi ritar petta austur í Babýlon sex öldum áður en Kristur fœddist. Landar hans hafa þangað verið reknir í útlegð. Bregðum upp fyrir oss myndinni af ferðinni þeirri : Gyðingar eru teknir úr fjallalandinu frjálsa, og eru hneptir í grimmum þrældómi i borginni miklu á hinni svipljótu sléttu. Eyðimerkur-gangan austur þangað er yfir 800 rastir. Hljóð- ur fetar hrygðarskarninn áfram. Reknir eru þeir sem búfé. Vopnaðir böðlarnir ríða til beggja handa. Þeir örmagnast og hníga dauðir niðui’, sem þróttlitlir eru og heilsutæpir. Mæð- urnar bera ungbörnin sín, berjast fyrir h'fi þeirra, en þróttinn þrýtur, Böðullinn sér að konan kemst eigi með þessa byrði, hann slítur barnið af útsognu brjóstinu og slær því niður við steini og heilinn rýkur um. Skyldum við hafa gleymt þessu, ef við hefðum verið bandingjar, reknir í þeirri lest, og hefðum reynt þetta og horft upp á þetta ? Setjum nú svo að ort hafi 137. sálminn maður, sem mist hefir konu óg barn með þessum hætti á þessari ferð. Er það þá ekki meir en von að „dauðastunur og dýpstu raun- ir“ brjótist fram í söngnum hans, þessum innilegasta sorgar- söng ættjarðarástarinnar, sem nokkru sinni hefir sungin verið: Við Babel-fljót, þar sátum vér og grétum, er vér mintumst Zíónar; á pilviðina þar hengdum vér upp gígjur vorar. Því að þar heimtuðu herleiðendur vorir söngljóð af oss og kúgárar vorir kæti: Syngið oss Zíónar-kvæði! Hvernig ættum vér að syngja ljóð Jahve i öðru landi? Ef eg gleymi þér, Jerúsalem, þá visni mín hægri hönd. Tunga min loði mér við góm, ef eg eigi man til þin, ef Jerúsalem er eigi allra bezta yndið mitt.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.