Nýtt kirkjublað - 15.02.1908, Page 12

Nýtt kirkjublað - 15.02.1908, Page 12
8fí _____ ’NTÝTT K'TRK.TTTBLAÐ _______ Babel-dóttir, ]ní sem í eyði skalt lögð verða; heill þeim er geldur þér fyrir það, sem þú hefir gert oss. Heill þeim, er þrífur ungbörn þín og slær þeim niður við stein. Vér höfum samhug með skáldinu ókunna, og sárkennum í brjósti um þjóðina hans í þessum hörmungum. En sú vit- leysa getur oss alls eigi til hugar komið, að þetta séu guðs orð til sálna vorra. Þetta er kvalaóp, þrungið af heift og hefndarhug. Annað er það ekki. — En þegar prestur á vor- um dögum er að stagast á því hátíðlega af stólnum, að hann fari ekki fetið út fyrir og byggi alt á „óskeikulleik bókarinnar", þá er hann annaðhvort tlón — eða þetta er ekki annað en vaðall hjá honum. agan um skemda eplið. Róbert litli var kominn í vondan soll, og var farinn að taka ýmislegt Ijótt eftir félögum sínum. Föður hans var mikil raun að þessu, og hann vissi hvaðan það stafaði, en það var ekki. hlaupið að því, að koma Róbert í skilning um það. Eitt kveld kom gamli maðurinn með sex epli utan úr garði og gaf Róbert. Þau voru öll falleg og óskemd, en ekki meir en svo fullþroskuð, og feðgunum kom saman um að þau mundu verða enn betri við að geymast nokkra daga. Róbert þakkaði fyrir eplin og opnaði skáp mörnmu sinn- ar og lét þau þar í skál, en þá tók faðir hans upp sjöunda eplið og lét ofan á hin, og það eplið var skemt og rotið. „Þetta lízt mér ekki á“, sagði Róbert, „rotna eplið skemm- ir frá sér öll hin“. „Heldurðu það“, sagði faðir hans, „hver veit nemagóðu eplin bæti skemda eplið ?“ Og svo lét hann skápinn aftur og gekk burt. Eftir rúma viku minti faðirinn aftur á eplin, og þeir fóru i skápinn. En það var ekki skemtileg sjón. Góðu eplin sex, sem öll höfðu verið svo falleg, voru orðin skemd og rotin.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.