Nýtt kirkjublað - 15.02.1908, Blaðsíða 13

Nýtt kirkjublað - 15.02.1908, Blaðsíða 13
NÝTT EIRKJTJBLAÐ 37 „Þarna sérðu, pabbi", hrópaði Róbert. „Það fór eins og eg spáði, að vonda eplið niundi skemma góðu eplin". „Róbert minn", sagði faðir hans: „Eg hef oft beðið þig að vera ekki í leikjum með slæmum drengjum ; af þeim fé- lagsskap verður þú sjálfur slœmur drengur, alveg eins og epl- in skemdust í skálinni af þessu eina skemda epli sem látið var saman við. Þú hefir lítið hirt um það, þó eg hafi sagt þér það, og því var eg nú að láta þig sjálfan þreifa á því með þessu dæmi". Þetta varð Róhert miklu minnistæðara en áminningarnar. Hann þurfti ekki annað eftir það en að hugsa urn skemdu eplin til að forðast illan félagsskap. „Ofurefli". „Breiðablik" síðastkomnu, nóv.bl. f. á., rekja þráðinn í skáldsögu Einars Hjörleifssonar, sem út kemur í vor. Brot úr sögunni eru hér mörgum kunn af upplestri Einars, og munu þeir allir taka undir þann dóm séraFriðriks: „Sannfærðir eruin vér um, að það verður talinn viðburð- ur töluverður í bókmentum vorum, þegar menn eru búnir að átta sig á sögunni, og gera sér Ijóst, hve miklu ofar hún stendur öðrum skáldsögum er vér höfum eignast", Þeir, sem hafa mannskemt sig á því að lesa rómana — bullið danska siðasta mannsaldur, með þessum mannræfla- sjálfslýsingum, kannast við, hve fjarri það hefir verið „for- skriftinni" að taka trúarlíf manna til meðferðar, eða viður- kenna það sem einn meginþátt í lífi mannsandans og i vilja- mótinu, og sitt hvað af því hefir svo hingað slæðst, inn í ís- lenzka skáldsögugerð, samfara óvildarhug til kristindómsins og hans erindreka. Að því víkur séra Friðrik í niðurlagi greinar sinnar: „Þetta er í rauninni í fyrsta sinni, að íslenzkum presti er lýst með kærleika og samhug í bókmentum vorum, svo nokkurt hald sé í. Hann er í sögu þessari látinn vera sá fyrirmyndarmaður, sem prestur ætti ávalt að vera. Það hefir verið regluleg tízka, að láta að minsta kosti eina skrípamynd af presti koma fram í hverri skáldsögu, og láta hann vera lélegustu og auvirðilegustu persónu sögunnar.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.