Nýtt kirkjublað - 15.02.1908, Blaðsíða 14

Nýtt kirkjublað - 15.02.1908, Blaðsíða 14
á8_____________NÝTTJgRKJTÍMAÐ^ Að þessu Ieyti stingur því „Ofurefli" í stúf við aðrar skáldsögur úr nútíbarlífi voru. En hún felur um leið i sér stefnuskrá fyrir framtíðina og opnar útsýn ínn í ónumin lönd, er vér eigum fram undan oss, þar sem kristindómurinn nær aftur haldi á hugarfari og Iífsstefnu fólksins, og þar sem kirkj- an í endurfæddri mynd leysir ætlunarverk sitt af hendi sam- kvæmt hugsjón sinni". Séra Jes A. Gislason prestur í Mýrdalsþingum, fékk í síðastliðnum fardögum lausn frá prestskap, án eftir- launa, og varð nú um sinn verzlunarbókari í Vestmanneyjum. Það er ekki svo fáir prestar, sem látið hafa af prestsþjónustu nú hin síðari árin, án þess að heilsubrestur hafi valdið, og er það vottur þess við hvaða kjör þeir hafa að búa. Séra Jes hefir getið sér hið bezta orð hjá Mýrdælingum; segirodd- viti þeirra Guðmundur bóndi Þorbjörnsson á Hvoli í skemti- legri grein í „Templar" um bindindisferðalag þar í Vestur- Skaftafellssýslu, að séra Jes „hafi notið meiri og almennari mannhylli en nokkur fyrirrennari hans í Mýrdal". Mýrdæl- ingar sýndu og það við séra Jes. Þeir héldu honum skiln- aðarsamsæti og gáfu honum „laglegt málverk í vönduðum ramma af Reynisfjalli og Reynisdröngum frá Vík að sjá". I nýkomnu bréíi til N. Kbl. ritar merkur maður úr bygðinni:, „Mýrdælingar sáu mjög eftir séra Jes, en mjög vorum við heppnir með eftirmann hans, séra Þorvarð. Hann er kenni- maður hinn bezti og skyldurækinn í embættisfærslu sinni og líkar fólki vel við hann." Óskandi væri að séra Jes A. Gíslason yrði sem fyrst aftur starfandi prestur. Heilsufarsrannsókn á skólabörnum hefir stað- ið yfir undanfarin 10 ár í New York. Sveit af læknum og hjúkrunarkonum skoðar börnin vandlega, og jafnframt eru gerðar ráðstafanir til heilsubótar þeim er þurfa. Skýrslur þessara starfsmanna bera það með sér að þau eru ótrúlega mörg börnin, sem einhverra hluta vegna þurfa læknisráð og læknishjálp, þegar alt er talið til smátt og stórt. Þeim telst svo, að það séu alt að því tveir þriðju hlutir barnanna, sem eitthvað er að. Og langtíðastir eru tannkvillar og augnasjúk- dómar. Mjög víða varð full bót ráðin á) af þyí að það yar

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.