Nýtt kirkjublað - 29.02.1908, Blaðsíða 1

Nýtt kirkjublað - 29.02.1908, Blaðsíða 1
NÝTT KIRKJUBLAÐ HALFSMÁNAÐARRIT FYRIB, KBJS.TINDÓM OG KRISTILEGA MENNING 1908. Reykjavik, 29. febr. Bœnin. 4. blað Sjálfur andinn vitnar með vorum anda, að vér er- utn guðs börn. (fióm. 8, 16.). En sömuleiðis hjálpar og andinn veikleika vorum, því að vér vitum ekki, hvers vér eigum að biðja eins og ber; en sjálfur andinn biður fyrir oss með andvörpunum, sem ekki verður orðum að komið. (Róm. 8, 26.). Páll postuli hafði reynt það á sjálfum sér, hvernig guð býr í mannssálunni, sein er eitt og hið sama og það, að í honum lifum, hrœrumst og erum vér, . . . því að vér er- um og œttar hans. (Post.s. 17, 28 og 29). I bæninni finnum vér allra ljósast návist guð, ívist hans í mannseðli voru. „Sjalfur andinn" vitnar um það með vorum anda. Vér kennum í bæninni krafta og áhrifa, kennum þar þráar og vonar, sem alt tekur svo langtum lengra, en vér er- um í færum til, af sjálfum oss, endranær. Og alt þetta kemur við það, að í bæninni finnum vértil þess, að vér erum guðs börn, og getum sagt: Abba, faðir! Og kristin mannssál tekur föðurávarpið af vörum hans og barnskærleikann úr hjarta hans, sem oss kendi að biðja. Að dæmi Jesú Krists og með hans aðstoð veitist oss barnssam- bandið, sem vér nefnum bæn. Bænin er ýmist — eða þá hvorttveggja í senn — til- beiðsla og ákall. Og bænar-hræringarnar eru með ýmsu móti. Andi vor sekkur sér niður í —¦ eða eins og rennur saman við — hið hulda djúp guðdómsins, og í annan stað leitar hann út fyrir sjálfan sig, leitar líknar og trausts hjá almáttugn, al-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.