Nýtt kirkjublað - 29.02.1908, Blaðsíða 6

Nýtt kirkjublað - 29.02.1908, Blaðsíða 6
46 NÝTTKmKJTJBIAÐ___________________ Og þessi heitg samkenningaralda, frá svo mörgum brjóstum, rann farveginn sinn, og vermdi hið kalda hjarta glæpamanns- ins. Hann rauf aftur þögnina og tárin runnu niður kinn- arnar: „Eg stæði ekki í þessum sporutn í dag, ef eg hefði átt elskandi móður, sem hefði grátið yfir mér og beðið fyrir mér“. Aumingja maðurinn. Hans beið ekki annað en fangels- isvistin, en sagan af honum minnir á orðtakið: „Fáir sem faðir, engin sem móðir“. Engin tunga fær því lýst, hvað móðurkærleikurinn má sín mikils. Náði guð og verndi hvern þann ungan svein, sem aldrei hefir komið undir vangann á mömmu sinni, og heyrt bænar- kvak móðurástarinnar fyrir sér. Móðurhjartað er og verður heitast. Prestkosningarrétturinn. í síðasta blaði var þess óskað, að önnur blöð, sem unna safnaðarfrelsinu i landinu, tækju vel með í strenginn að andmæla því, að brotinn sé kosningarrétturinn á söfnuðum samsteypu-prestakallanna. Nú hefir „ísaf.“ 22. þ. m. riðið á vaðið, og er byrjuð að ræða þetta vandamál, og ætlar sér að benda á „einu tiltækilegu leiðina til að komast úr „ógöngunum“. N. Kbl. ætlaði sér og að tala um sín „önnur ráð,“ er rúmið leyfði, „lsaf“ herð- ir enda á: „Fullkomin óhæfa, hneykslanlegur réttarsviftir að brjóta prestkosningarlögin“. Bréfastýll presta fyrir 70 árum. „Nú fæ eg þetta augnablikið bjarta og rólega dagstund til að svala geði mínu á samtali við yðar ástbróðerni gegnum pennasporið11. .. „Hafið einlæga ástar-þökk rnína fyrir nýmeðtekna gáfu- lærdóms- og kristilegrar guðræknis — fult ánæ:ijurikasta til- skrif, hverju nú i óða önn við skriftir ómögulega fæ svarað að hálfu Ieyti, sem vildi og skyldi, því um þess kynr efni, sem það mest inni heldur, ætti mér vera inndælt að þenkja og ræða við sérhvern minn samkristinn, auk heldur rnína elsk- uðu samþjóna í Evangelii kenningu“.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.