Nýtt kirkjublað - 29.02.1908, Blaðsíða 7

Nýtt kirkjublað - 29.02.1908, Blaðsíða 7
NÝTT KIKKJUBLAÐ 47 Þessi sýnishorn bréfastýlsins er tekin úr 2 bréfum séra Bjfirns prófasts Halldórssonar, í Garði í Kelduhveríi, til séra Jóns Ingjaldssonar, þá í Nesi en seinna í Húsavík. Bréfin rituð 1836 og 1838. Og til gamans má bæta þvi við, að af- skriftin er vísast gerð með sama penna og frumritið. Lands- skjalavörður gaf sonarsonarsyni séra Björns fjaðurpenna, sem gleymzt hefir inni í embættisbók Garðs fyrir c. 70 árum, og er sá penni alveg óviðjafnanlega góður enn. Nú kunna menn ekki lengur að skera penna. Þeir Bjarnasynir amtmanns, Árni og Steingrímur, hafa manna lengst haldið trygð við gömlu pennana og kunnað með að fara. Parisklerkur. Á blómaöld vorri þótti mikið í það varið að hafa sótt frægasta háskóla heimsins, og ekki annað lof meira en að vera námsmaður þaðan, eða Parísklerkur góð- ur. Nystárlegt mun það þykja, að þangað er nú kominn að námi íslendingur, Guðmundur heimspekingur Finnbogason. Hann hefir Hannesar-sjóð þetta skeiðið til framhaldsmentar í heimspeki. — G. F. lætur hið bezta af veru sinni í París, getur hann þar tveggja franskra fræðimanna, sem hann spjallar ís- lenzku við, heita þeir Verrier háskólakennari og Grimaldi greifi, og mun hvorugur þeirra hafa verið farinn að eiga við íslenzk fræði, svo kunnugt væri, er „Mímir“ kom út 1903, hið ágæla fræðimannatal eftir Willard Fiske. Þeirra er þar eigi getið. Vetrarbraut, tímarit til skemtunar og fróðleiks 1. h. Utgef. „Vestri“, ísafirði. Þýddar sögur og frumort ljóð, sem þeir eiga Guðmundur stúdent Guðmundsson og guðfræðis- kand. Lárus Thorarensen. „Kann eg að yrkja“, sagði Iiallfreður, og svo getúr Guðmundur mælt; en „oft eru kvæða-efnin rír og ekki á stundum parið“ hjá ungu skáldunum okkar. Og þá hlýja mér betur hnökr- óttu hersöngvarnir hans Helga míns Valtýssonar í Skóla- blaðinu. Bernskan 1. h. eftir Sigurbjörn Sveinsson. Utgefandi Þórh. Bjarnarson, Akureyri. Þessar bernskuminningar eru

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.