Nýtt kirkjublað - 15.03.1908, Blaðsíða 1

Nýtt kirkjublað - 15.03.1908, Blaðsíða 1
NYTT KIRKJUBLAD HALFSMÁNAÐARRIT FYRIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGA MENNING 1908. Reykjavik, 15. marz freistingarsaga jfesú. 5. blað Jnng angsorð. „Djöfullinn freistar Jesú". Það er guðspjallstextiiin 1. sunnudag í föstu. Og guðspjallið það varð svo ríkt í huga minum á sunnudagskveldið var, að annað varð að bíða sem var í smiðum hjá mér, til þess að koma hér að hugleið- ingum um freistingu Jesú. Trúarlega dæmisagan eða skáldsagan sú lýkur upp fyrir oss og skýrir fyrir oss, betur og ljósar en rétt allar aðrar sögur guðspjallanna, Messíasar-hugsjón Jesú sjálfs, og þá eigi síður hvernig trúaðir játendur hans, fyrsta mannsaldurinn eftir dauða hans, samþýðast þeirri Messíasar-mynd, sem þeim hafði birzt í persónu frelsarans, svo ólík sem hún annars var Messíasar-myndinni, sem Gyðingaþjóðin hafði skapað sér um liðnar aldir. Skáldsagá er það, segi eg. Nafnið rétta, hiklaust og ó- tvírætt. Varla er nokkur sá nú orðið innan vorrar kirkju, sem í hjarta sinu trúir þvi, að hér sé um sannsögulegan, virkilegan viðburð að ræða. Prestarnir neita því hvorki né játa, þeir hafa án þess að fara út i það gott umtalsefni út af freistingarsögunni. Örðugra er viðfangs með börnin. — Það er stóra umtalsefnið fyrir sig og það bíður síns tíma. En það er hið dýrðlega við trúaðan biblíulestur hugsandi og rannsakandi mannsanda, að guðspjalla-frásögurnar verða þá einmitt svo miklu auðugri fyrir trúarlifið og siðgæðið, en áður. Rosknum guðfræðingum ofbýður, hvaða farg hefir ver- ið lagt á frjálsa hugsun þeirra, hvað þeim hefir verið boðið af staðlausum skýringum, og hvað þeir hafa boðið öðrum,

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.