Nýtt kirkjublað - 15.03.1908, Blaðsíða 2

Nýtt kirkjublað - 15.03.1908, Blaðsíða 2
BO NÝTT KIRKJÚBLAt) Og allra dýrðlegust verður persóna Jesú Krists í Ijósi hinnar nýju guðfræði, og hann verður oss svo skiljanlega, á- þreifanlega nærstæður, og við það fær hann áhrifavaldið á trúarlíf vort. Rúmsins vegna er freistingarsagan eigi rakin lengra en það, að ljóst verði hvernig hún er til orðin, og hvaða þýð- ingu hún hafði fyrir hinn elzta kristinn söfnuð á Gyðinga- landi. Þetta er skýring, en ekki prédikun. Litið eitt til a ð átta si g. Freistingarsagan er í guðspjöllunum þremur, samstæðu. Hjá Markúsi (1, 12—13) er það reyndar engin saga. Hann kann frásöguna auðsjáanlega, en lesendunum verða að nægja fáein ágripsorð. Frásagan er hjá Lúkasi (4, 1—13) svo lík þvi sem hún er í guðspjallstextanum hjá Matteusi (4, 1—11), þótt hausavíxl sé hjá þeim á 2. og 3. lið, að enginn vafi leik- ur á því, að þeir sækja báðir í sama brunninn, og sennilega hafa verið fyrir báðum „drottins orðin", svonefndu. Það var fyrir öllu að letra orðin sjálf, geymd í minni ástvinanna. Svo komu sögu-umbúðirnar á eftir. Söguna þessa getur enginn annar maður átt en Gyðing- ur, sögumaðurinn, talar um „borgina helgu“, það orð tekur eigi annar sér í munn en Gyðingur. Og sagan er ætluð Gyð- ingum einum. Þessi „musteris-burst“ er okkur ráðgáta, og engu nær komist, þótt nú heiti „þakbrún musterisins“ (Matt.) eða „musterisbrún“ (Lúk.).1) En fyrstu heyrendur og lesendur sögunnar þektu staðinn, þetta útskot, þennan turn eða pall á út- múrnum(?), þar sem hæst og þverhnýptast var niður í dalinn. Gyðingar í Palestínu þurftu enga skýringu. Sagan er geymd og skráð af Gyðing fyrir Gyðinga. Svona frásaga gekk hjá elzta söfnuðinum austur í Palestínu um freistingarnar sem Jesús varð að reyna. Frásagan var fjarska- lega jiýðingarmikil fyrir söfnuðinn þann, og honum var ætlað Matteusar guðspjall, frumritað á hebresku. Lesendur Markús- ar-guðspjalls þurftu eigi jafnmikið að halda á sögunni, og svipað mundi mega segja um lesendur Lúkasar, þeir verið heiðnir menn áður flestir, en Lúkas vill einskis missa af ') Eitt af mörgum misræmum. Sömu orðin í griskunni.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.