Nýtt kirkjublað - 15.03.1908, Blaðsíða 3

Nýtt kirkjublað - 15.03.1908, Blaðsíða 3
NÝTT KTRKJtTBLAÐ. Si „drottins-orðunum“, sem hann hefir komist yfir, og þá verður sagan að vera með. Fr eis tarinn. Það er bersýnilegt að sögumaðurinn lœtur djöfulinn i eig- in persónu koma þarna fram. Þeirri heimsku er eigi til að dreifa að höf. eigi við vondan mann eða menn, sem reki þetta illa erindi, og eigi kemur heldur til mála, að höf. — það er maðurinn sem stýlfœrir þetta seinast — hugsi sér þetta ekki annað og meira en ásókn freistinganna í huga Jesú sjálfs. Nei, það er beint djöfullinn sjálfur sem er á ferðinni. En Gyðingum var ekki tamt að mynda og móta hinar yfirheims- legu verur, og gerfinu er því að vanda eigi lýst, hitt nægir, að Jesús veit strax við hvern hann á. Trúin á persónulegan djöful kemst fyrst inn hjá Gyðing- um upp úr herleiðingunni. Persneska tviveldiskenningin eykur þar á, áhrifin svo mikil þaðan um alllangt skeið, og um tímatals-mótin er kenningin fullmögnuð. Djöfullinn er orðinn stórvoldugur, er í aðra röndina eigi svo miklu máttarminni en guð sjálfur. Páll postuli kallar hann líka blátt áfram „guð þessarar aldar“ (2. Kor. 4, 4). Djöfullinn er rógberinn og á- kærandinn og hann ofsækir vini guðs. Spekinnar bók, sem rit- uð er kringum 1, lætur syndafallið koma af öfund djöfulsins (2, 24), og nefna má fleira svipað því. Jesús er sjálfur sannfærður um það, að djöfullinn er til, er virkileg persóna. Messíasar-starf hans er beint hólmganga við hann, og Jesús er sór þess vet vitandi, að hann stendur í þeim bardaga. Sú hin mikla og illa vættur átti áður ein- hvern lofthæða-bústað, nú er hún teygð niður á jörðina, eða henni er steypt af himni. Á jörðinni niðri verður háður loka- bardaginn, og á endanum bíður hið illa vald fullan ósigur. Eftir komu Krists stefnir öll ásókn djöfulsins á hann og hans vini. Hann kærir bræðurna fyrir guði dag og nótt (Opinb.b. 12, 10). Hann gengur um sem öskrandi ljón, leit- andi að þeim sem hann geti gleypt (1. Pét. 5. 8). Hann veld- ur ofsóknunum gegn kristnum mönnum (Opinb.b. 2, 10). Hann kom Júdasi til að svíkja Jesú (Lúk. 22, 3.; Jóh. 13, 2, 27). Alt þetta var hinum fornkristna söfnuði svo áþreifanlega sögu- legt. Það var sjálfgefið að djöfullinn nú færðist í ásmegin,

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.