Nýtt kirkjublað - 15.03.1908, Blaðsíða 4

Nýtt kirkjublað - 15.03.1908, Blaðsíða 4
52 NÝTT KIREJUBLAfi Guðssonurinn var einmitt i heiminn kominn til ab brjóta niður hans verk (1. Jóh. 3, 8). Þess mátti því vænta að djöfullinn vildi eigi vera varbúinn. Hanu tekur á móti Messiasi, óðara en hann tekur til starfa og haslar honum völlinn, og það er freistingin í eyðimörkinni. — Þetta var nú þeirra trú. Hinn r étti Messias. Messíasar-vonin og Messíasar-trúin var heit og einlæg hjá allstóru broti Gyðingaþjóðarinnar, og það brot af því broti sem sannfærðist um það, að Jesús væri Messías, það brot varð hinn kristni frumsöfnuður á Gyðingalandi. En það var ekki baráttulaust fyrir trúaða Gyðinga að komast að þessari sannfæringu og halda henni gegn efasemd- um innan frá eigin brjósti, og gegn háði og árásum landa sinna úti í frá. Jesús var Messías. Við það vildu þeir standa í lifi og dauða. En það urðu þeir að kannast við fyrir sjálfum sér, að hann var alt annar maður en þjóðin hafði búist við, og þeir sjálfir höfðu búist við. Þjóðarmetnaðurinn þráði annan Messías, en hjartað hélt þeim föstum sem fenginn var. I því var baráttan. Og hörðu varð að beita til að reka á dyr gömlu Messíasar-myndina: Hún var svik og tál, og frá hverjum öðrum var hún komin en „óvini“ safnaðarins, Satan sjálfum ? Palestínu-söfnuðurinn hafði ogsjón sögu ríkari á þvi, fyreta mannsaldurinn, livernig þessar þjóðlegu svikamyndir Messías- ar komu fram verklega í uppreistarfáti ýmsra, og þá lofuðu hinir trúuðu guð fyrir að Jesús hefði staðið af sér allar slík- ar freistingar „óvinarins", og forðast villigöturnar. Hinn rétti Messías átti að vera einmitt eins og þeir höfðu reynt hann. Með þessum hætti mótast hin trúarlega dæmisaga og frumsöfnuðurinn fræddist og styrktist af henni, þegar efasemd- irnar leituðu á: „Ef hann er sonur guðs“, því var hann þá svo lítilmót- legur, því veitti hann ekki sér og sínum þægindi lífsins? En þá kom trúarstyrkingin frá orði Jesú: Maðurinn lifir ekki af brauði einu saman. Mark lífsins er hærra og göfugra en gnótt stundlegra gæða. Því sýndi hann ekki „táknið“ mikla svo allir yrðu að trúa, t. d. með því að steypa sér niður af þessuru háa stað

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.