Nýtt kirkjublað - 15.03.1908, Blaðsíða 5

Nýtt kirkjublað - 15.03.1908, Blaðsíða 5
NÝTT KIRKJTJBLAÐ 88 i augsýn allra borgarmanna, og láta sig hvergi saka? Svo hugsuðu þeir eftir dauða lians, og þeir héldu slíku að honum meðan hann lifði. En Messíasar-hugsjónin hjá Jesú var sú að faðirinn á himnum ætti einn öllu að ráða, hans raustu bæri að hlýða, og eftir hennar boðum að biða. Guð hafði sent hann, og guð vantaði eigi vegi og mátt til að ráða fram úr öllu á bezta hátt. Og Jesú leit á það sem beint innblást- ur „óvinarins“, þegar reynt var að teygja hann út af þeirri braut. Það vildi Pétur eitt sinn gera (Matth. 16, 22), og þá kallaði Jesús sinn fremsta lærisvein Satan. Það var hann, sjálfur Messíasar óvinurinn, sem hleypt hafði Pétri af stað. Freistingin var alveg hin sama þar og í freistingarsögunni, að teygja hann af götu þeirri, sem hann varð að ganga, af því að hann var Messías, og freistingin var undan sömu rifjum. Allra ljósast kemur munurinn á Messíasar hugsjónunum fram í þriðja dæminu. „Heimsríkin“ öll áttu að lúta frelsara hinnar hugumstóru og hefnigjörnu þjóðar. En þjóðarbrotið kristna sér það nú, að slíkt veraldlegt vald hefði Messías þá orðið að sækja til Satans, þvi að hann er höfðingi heimsríkj- anna. Messías hefði orðið að lúta honum og tilbiðja hann Gamla Messíasar-hugsjónin var því í insta eðli djöfulleg. Heimsvald- ið var í augum þessa safnaðar djöfullegt, sem skýrast kemur frarn i rósamálinu um rómverska keisaradöminn í 13. kap. Opinb.b. Efni og orðfœri s ögunnar. Það er rétt röð í lífssögu Jesú, að freistingin kemur í öllum guðspjöllunum beint á eftir skirninni. Nú getur Jesús eigi lengur staðið á móti þeirri hugsun, að hann sjálfur sé maðurinn, sem helgu ritin fornu hafa átt við og þjóðin hefir svo lengi þráð, að hann sé Messías, sé „sonurinn“ sem guð hefir velþóknun á. Vér þekkjum af sögudæmum og eitthvað af eiginni raun baráttuna í köllunar valinu, en aldrei heíy' slik verið háð sem þá i lifi Jesú, á hinum miklu vegamótum. Hann sjálfur verður fyrst að heyja stríðið við efasemdirnar og gera upp á milli Messíasar-hugsjónanna, sem lýst er hér að fram- an hjá játendum hans. I þessu sálarslríði leitar hann ein- verunnar, og myndirnar mótast og sigurorðin falla í skorður. Og frá sjálfum Jesú hugsum vér oss söguna komna að

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.