Nýtt kirkjublað - 15.03.1908, Blaðsíða 7

Nýtt kirkjublað - 15.03.1908, Blaðsíða 7
NÝTT KTRKJUBLAÐ 55 spjaldanna á milli. Þeir eru sumir enda að monta af þvi. En þeir eigna sér það sem ógerlegt er. Skynsemin neitar því alveg að taka tvent trúanlegt í senn, sem fer beint í mót- sögn hvað við annað, og eins er varið siðferðis-meðvitundinni, hún verður að hafa eina og sömu vogina á alt sem að ber, á það sem ilt er og á það sem sem gott er. Það eru sömu mennirnir, sem geta með mesta fjálgleik rent niður skipunum ritningarinnar að myrða og drepa, og eru þó ekki annað en brjóstgæðin, og gætu ekki sjálfir stjak- að við flugu. Menn gæta þess lítt að biblían er siður en ekki stjórnar- skýrsla, framlögð í málstofu þjóðarþings, sálduð og síuð, og hvert orðið vegið. Biblían sýnir oss aftur á móti trúarhug- sjónirnar hjá þessari einu þjóð fyrir löngu liðnum öldum. Svo er varið um meginhluta þessa ritsafns, og það eru einlægir menn sem með efnið tara. — — Þeir fara nokkuð sitt á hvað dómarnir um biblíuna. Sumt guðhrætt fólk talar um ritninguna eins oghúnværi rituð með hendi guðs, og væri ofan send af himni. Annars vegar eru og þeir til, sem þykjast hafa ráðið nið- urlögum ritningarinnar með því að sýna og sanna ósamkvæmn- ina og mótsagnirnar. Ur því hljóti gildi hennar að vera far- ið, segja þeir. Hvorirtveggju hafa stórlega rangt fyrir sér. Biblían er svo sem ekki ein bók, hún er safn af möig- um bókum. Andlega þroskastigið er mjög misjafnt eins og vænta má í ritsafni frá mörgum öldum. Þetta ritsafn, eða þessi bók, hefir orðið í svo háum metum, af því að oss hefir reynzt það, að bókin sú verður oss betur að liði i andlegum efnum en nokkur önnur bók. Mikill hluti ritningarinnar er hjartans mál góðra og ein- lægra manna, sem sýnir hvernig þeir menn í fyrndinni hafa hugsað sér samband guðs við heiminn. Það sem bezt er í biblíunni, er eftir slíka ágætismenn, og þeir staðfestu orð sín með breytni sinni. En þó svo sé, er engan veginn sagt að dómar þeirra manna og kenning hafi það gildi fyrir oss nú, sem margir vilja vera láta. Mér er spurn, hvort við vissum nokkuð um gamla testamentið, ef Jesús hefði ekki verið til, Og hvað er

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.