Nýtt kirkjublað - 15.03.1908, Blaðsíða 12

Nýtt kirkjublað - 15.03.1908, Blaðsíða 12
60 NÝTT ETRKJTJBLAÐ. sem svo djúpt eru niðursokknir í sáran og fastan svefn þrjózku og þverúðar vanræktar og hirðuleysis um sína sálarvelferð, en foröktun við guð og hans orð og sakramenti, að |)ó guðs orðs þénarar uppláti sinn munn sem aðra básúnu með áminn- ingum, hótunum, ströffunum og viðvörunum af guðs orði, eftir skyldu þein-a embættis, þá akta þvílíkir hirðuleysingjar það Iítið eða ekkert og fást ei að heldur uppvaktir af þessari svefnsótt — sem nú á síðustu dögum fer í vöxt — framar en rotsofnaður maður aktar fuglakvak i eikum uppi yfir sér, — eður sem marklitlar barnagjælur væru, — fyrri en ef ske mætti, að veraldleg valdsstjórn þrifur til þeirra með alvarleg- um handatiltektum líkarnlegra refsinga og pintinga“. Prófastur er séra Gunnari samdóma um það, að Siggi hafi nóglega ámintur verið, og að helgibrotið sé svo margfald- legt, „að ei veit með hverju hann félaus húsgangsmaður því öllu svarað fær, nema með húðinni1*. Prófastur vitnar í konungsbréfið til Hinriks Bjelke 3. maí 1650 „að veraldlegir refsi harðnökkuðum, sem ei vilja hlýða prestanna áminningum". Þar var stranglega lagt fyrir sýslu- menn að hirta slíka óguðlega menn öðrum til viðvörunar. Prófastur leggur siðan ráðin á, hvernig séra Gunnar skuli taka Sigurð til opinberrar aflausnar, og þar á Sigurður „i safnaðarins heyrn og sjón“ að heita því „að Iiða það straíf er honum síðar kann tilsagt og dæmt verða“. Prófastur felur séra Gunnari að hafa áfram mjög strangar gætur á Sigga, svo að hann „komist á rétta lífsins braut“, og kveðst prófastur jafnframt rita öllum prestum prófastsdæmisins, að gæta þess vel að Siggi geti eigi framvegis „með klækjum einum og vífilengjum skotið sér undan andlegum aga og lík- amlegum refsingum". Aflausnin fór fram þriðja dag jóla í Stafholtskirkju, Sigurður „meðkennir og játar“ alt sem honum er stýlað, og biður bljúgur og auðmjúkur fyrirgefningar á því öllu, og lofar bót og betrun. Það er langt mál í mörgum greinum. Síðasta greinin var það, að hann handsalaði séra Gunnari að líða það straff, sem yfirvaldið dæmdi honum síðar „fyrir sitt heið- inglegt framferði og guðs orða foröktun". Sýsjumaður var þá í Borgarfjarðar og Mýrasýslu, Jón

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.