Nýtt kirkjublað - 15.03.1908, Blaðsíða 13

Nýtt kirkjublað - 15.03.1908, Blaðsíða 13
NÝÍT KTRKJUBLAf). 6i Sigurðsson ’yngri, bjó hann á feðraleifð sinni, Einarsnesi, og „þótti ágætur maður“. Þegar prófastur hefir fengið afskrift af aflausninni, eða „hinum opinberu skriftarmálum“, ritar hann Jóni sýslumanni í marz 1702 langt erindi um sakir Sigurðar. Prófastur veit hvað sýslumaður er deigur að refsa fyrir slík brot og herðir því vel á: „Ef nú þvílíkur óguðleiki má viðgangast án maklegs straífs og víta, hvað leiðir hann annað eftir sig en heiðing- legt hirðuleysi guðs orða, sakramentanna, og prestanna guð- rækilegra áminninga forakt, forsómun, hatur og viðbjóð, safn- aðarins hneyksli, vond eftirdæmi og forharðnan stráka og hirðuleysingja, en að lyktunum guðs réttferðuga reiði og refs- ing yfir lönd og lýði, sem yðar guðhræðsla og skynsemi svo vel, eða betur, sér en eg“. „Prófastur særir og manar, og treystir því að sýslumaður „láti þráttnefndan Sigurð fyrir soddan syndir undir veraldlegt straff og aga koma, honum sjálfum til leiðréttingar hér eftir, öðrum hans mökum til skelfingar, kristninni og kennidómnum til uppbyggingar og tilheyrilegrar virðingar, en guðs dýrð og orði einna helzt til eílingar11. Litlu síðar er í bréfabókinni vottorð frá prestinum á Staðarhrauni, alveg í sömu átt og ummæli hinna prestanna, og fer það vottorð til sýslumanns, Sigurði til áfellingar. Hvorki þar né annarstaðar er Sigurði neitt sagt til miska, nema þetta að hann sinnir eigi kirkjugöngum. Hvað sem því nú veldur. Sjálfur ber hann fyrir vanheilsu. Ekki er til nema ágrip af svari sýslumanns, er hann rit- ar 7. apríl. Hann vill auðsjáanlega koma Sigga undan. „Alt verður að vera skjallega framborið áður en dómur til refsing- ar áfellur". En sýslumaður þekkir bókstaf laganna og veit hvað prestarnir eru fylgnir sér. Hann fer því varlega og bætir við: „Óforsvarað er Sigurðar framferði af mér, þótt slíkt einfaldlega yðar háæruverðugheitum tilkynni“. Sýslumað- ur býst við að halda þing á Smiðjuhóli 24. apríl, og þá komi Sigurðurþar, „hvernig sem um hans mál þar þá úttalast“. Eina mannúðar hugsunin í öllu þessu mikla máli Grenja- dals-Sigga gœgist fram í þessu ágripi af bréfi sýslumanns> Þar segir svo að niðurlagi:

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.