Nýtt kirkjublað - 15.03.1908, Blaðsíða 15

Nýtt kirkjublað - 15.03.1908, Blaðsíða 15
ÍsÝTÍ ÉffikJUBLÁÖ öá Hitun og vátrygging kirkna þarf smám saman að komast á. I haust sem leið kom ofn í Reynivallakirkju og kirkjan jafnframt vátrygð. Hún er öll járnklædd og fjarri húsum og slapp hún því með 41/9°/o0- Enginn vafi er á því að kirkjur komast undir vátrygging sveitabæja, þegar sá félagsskapur kemstá, og verða vátryggingarkjörin þá eflaust væg- ari en útlend félög geta boðið. Umboðsmaður þeirra, sá er flestir skifta við, bankastjóri Sighvatur Bjarnason, kveður vátryggingargjald kirkna leika á l1/^—71/2°/00 nú sem stend- ur. Lægsta gjaldið er fyrir steinkirkju án hitunar, hæsta gjaldið fyrir ójárnklædda kirkju með ofni. Fyrir ójárnklædda kirkju án hitunar er vátryggingargjaldið 5l/4°/00 (járnkl. 38/4 ). Járnklætt telst húsið því að eins, að það sé alt járnvarið. Bréfabók Jöns Halldórssonar er einhver mesti kjörgripurinn í handritasafni voru. Páll Melsteð sögumeist- ari hefir sennilega bjargað þeirri bók. Hann var settur sýslu- maður í Mýrasýslu og gisti, á þingaferðum sínum, hjá séra Þorsteini Hjalmarsen í Hítardal vorið 1855. Páll vtír snemma á fótum um morguninn á undan öðru fólki. Hann rekur þá augun í óinnbundnar og illa haldnar skræður uppi á hyllu, tekur eina ofan og rekur sig þar á bréfaskifti þeirra Jóns biskups Vídalíns og Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal, því i bókinni eru bæði bréf frá séra Jóni og til hans. Páll bað séra Þorstein lána sér bókina, og fór með hana heim til sín, vestur í Bjarnarhöfn. Um haustið s. á. fór Páll utan og hafði með sér skræðuna og þótti Jóni Sigurðssyni heldur en ekki fengur í, hét nú svo að bókin væri Iánuð Jóni Sigurðs- syni til afnota. Þegar Páll kom heim frá lagaprófi 1857, var hann krafinn bókarinnar, og prófastarnir i Mýrasýslu stóðu síðan lengi á Jóni Sigurðssyni að skila henni. Hann gegndi því ekki og sagði hlæjandi við Pál: „Þeir hafa ekkert með hana að gera“ — „Þeir eyðileggja hana bara.“ Svo varð bók- in eign landins eftir Jón Sigurðsson. Nokkur blöð voru glöt- uð úr fremri hluta bókarinnar er Páll náði í hana. Bókin er á stærð við Sturlungu-útgáfu Bókmentafélagsins. Skip en ekki skepnur. Prentvilla, sem lesarinn var- ar sig ekki á, er í nýju útg. af Nýja testam. f. á. í Opinb.b.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.