Nýtt kirkjublað - 15.04.1908, Blaðsíða 1

Nýtt kirkjublað - 15.04.1908, Blaðsíða 1
NYTT KIRKJUBLAÐ HALFSMÁNAÐARRIT FYEIE KEISTINDÓM OG KEISTILEGA MENNING 1908. Reykjavik, 15. apríl fceirra var sökin mest, 7. blað Jesús sagíi: „S& er enii sekari sem ofurseldi mig fcér' (Joa. 19, 11). Sök Pílatusar var mikil, sök borgarmúgsins var og mikil, en mest var þó sök prestahöfðingjanna og hinna skriftlærðu. Því segir og Jesús við Pílatus: „Sá er enn sekari sem ofurseldi mig þér!" Bak við þennan átakanlega harmleik, sem lauk meðþví, að hið bezta, hreinasta og fullkomnasta mannslif, sem lifað hefir verið á þessari jörð, sloknar á kvalakrossi, stóðu hinir andlegu leiðtogar lýðsins, prestarnir og hinir skriftlærðu þ. e. helztu guðfræðingar þjóðarinnar. Þeirra var sökin mest. Þetta er ef til vill lang-átakanlegasta atriðið í píslar- sögu frelsara vors, að einmitt þeir mennirnir, sem sízt hefði mátt ætla slíkt, mennirnir, sem höfðu daglega umgengni sína í musterinu, tóku daglega þátt i bænahaldinu, uppbygðu dag- lega sjálfa sig og aðra með orði guðs, voru daglega önnum kafnir af íhugun hinna helgustu og dýrmætust málefna þjóðar sinnar, og voru því af almenningi álitnir meðal hinna ágæt- ustu, eftirbreytnisverðustu manna þjóðarinnar — einmitt þessir menn verða valdir að kvölum og krossdauða frelsarans. Rétt álitið hefði mátt orða HS trúarjátningarinnar á þessa leið: „Píndur undir Pontíusi Pílatusi að tilhlutun helztu guðfræðinga þjóðar sinnar!" Því þeirra var sökin mest. Það voru hinir rétttrúuðu guðfræðingar Gyðinganna, menn- irnir, sem kunnu lögmálið og spámennina upp á sína tíu fingur og heimtuðu bókstaflega hlýðni við hvert orð þess, er frá upphafi rísa gegn Jesú, tala illa um hann, reyna að gera

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.