Nýtt kirkjublað - 15.04.1908, Blaðsíða 1

Nýtt kirkjublað - 15.04.1908, Blaðsíða 1
NYTT KIRKJUBLAÐ HALFSMÁNAÐARRIT PYRIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGA MENNINÖ 1908. Reykjavik, 15. apríl 7. blað eirra var sökin mest, Jesús sagði: „Sá er enn sekari sem ofurselúi mig þér“ (Jók. 19, 11). Sök Pílatusar var mikil, sök borgarmúgsins var og mikil, en mest var ])ó sök prestahöfðingjamia og liinna skriftlærðu. Því segir og Jesús við Pilatus: „Sá er enn sekari sem ofurseldi mig þér!“ Bak við þennan átakanlega harmleik, sem lauk með því, að hið bezta, hreinasta og fullkomnasta mannslíf, sem lifað hefir verið á þessari jörð, sloknar á kvalakrossi, stóðu hinir andlegu leiðtogar lýðsins, préstarnir og hinir skriftlærðu þ. e. helztu guðfræðingar þjóðarinnar. Þeirra var sökin mest. Þetta er ef til vill lang-átakanlegasta atriðið í píslar- sögu frelsara vors, að einmitt þeir mennirnir, sem sízt hefði mátt ætla slíkt, mennirnir, sem höfðu daglega umgengni sina i musterinu, tóku daglega þátt i bænahaldinu, uppbygðu dag- lega sjálfa sig og aðra með orði guðs, voru daglega önnum kafnir af íhugun hinna helgustu og dýrmætust málefna þjóðar sinnar, og voru þvi af almenningi álitnir meðal hinna ágæt- ustu, eftirbreytnisverðustu manna þjóðarinnar — einmitt þessir menn verða valdir að kvölum og krossdauða frelsarans. Rétt álitið hefði mátt orða lið trúarjátningarinnar á þessa leið: „Píndur undir Pontíusi Pílatusi að tilhlutun helztu guðfræðinga þjóðar sinnar!“ Því þeirra var sökin mest. Það voru hinir rétttrúuðu guðfræðingar Gyðinganna, menn- irnir, sem kunnu lögmálið og spámennina upp á sína tíu fingur og heimtuðu bókstaflega hlýðni við hvert orð þess, er frá upphafi rísa gegn Jesú, tala illa um hann, reyna að gera

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.