Nýtt kirkjublað - 15.04.1908, Blaðsíða 7

Nýtt kirkjublað - 15.04.1908, Blaðsíða 7
NÝTT KIKKJUBLAÐ 79 nokkurt samsteypuprestakall, þegar svona stendur á. Með því er tafið fyrir fullnaðarsameining eða henni að minsta kosti skotið á frest um enn óákveðnari tíma en ella, og sömu vandkvæði geta tekið sig upp aftur er annaðhvort presta- kallið losnar. Nokkuð öðru rnáli er að gegna um Reyk]avíkurprestinn nýja. Þar er ekki fækkun heldur fjölgun presta, sem koma þarf til framkvæmdar, og þessi fjölgun stafar auðvitað af nauðsyn safnaðarins, sem orðinn er svo stór, að ofætlun er fyrir einn prest að þjóna honum. Þetta tilfelli var einstætt í öllu prestakallamálinu á siðasta þingi. Hafi nú þessi nauð- syn til aukinnar prestsþjónustu í Reykjavikurprestakalli verið réttmæt eins og bæði milliþinganefndin, stjórnin og alþingi taldi hana að vera, þá dregur sameining Mosfells ekkert úr henni. Þetta prestsembætti var og stofnað án nokkurs tillits til þeirrar sameiningar, er samþykt var í flaustri á síðustu augnablikum þingtímans. Að láta þessa ráðstöfun dragast eða að demba Mosfellsprestinum í þetta nýja embætti að söfnuði Reykjavíkur fornspurðum virðist hvorttveggja jafn ótiltækilegt og koma í bága við tilætlun þingsins. Eg get því ekki séð nein þau vandkvæði hér, er ekki sé hægt að ráða fram úr án bága við gildandi lög. Hitt er annað mál, hve vinsælar allar þessar samsteypur verða, um það hefi eg litla von, svo framarlega, sem þjóðin vill nokkra prestsþjónustu hafa. Á hinu skyldi mig ekki furða, þótt sumar samsteypurnar yrði til þess, að söfnuðirnir bæðu þjóðkirkjuna vel að lifa; þeir gætu sjálfir eins vel séð sér fyrir prestsþjónustu. Sigurður Stefánsson. |vcrið og kristindómskcnslan. Eg man það fyrst um kverið, að sjálfum mér, og flestum samtíða jafnöldrum mínum, þótti það hin leiðasta bók. Mér gekk líka stirt og seint að læra það, utanbókar náttúrlega, og kallaðist latur. Man eg það vel, að varla var unt að skipa

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.