Nýtt kirkjublað - 15.04.1908, Blaðsíða 9

Nýtt kirkjublað - 15.04.1908, Blaðsíða 9
NÝTT KIRKJUBLAÐ 81 Á þessa leið hefði eg getað svarað, og á sömu leið má allur fjöldi barnanna svara. Þvi að mér, og ílestum öðrum börnum, hefir sárleiðst kverið af einhverri af þessum ástæðum eða þá af þeim öllum til samans. Það getur heldur varla verið neitt annað verulegt, sem gerir börnin leið og Iöt við kverið. Það getur ekki átt sér stað, að það sé kjarni kversins, sjálfur kristindómurinn, sem veldur þessu, heldur aðeins umbúðirnar og meðferðin. Því ekkert getur verið barnshyggju og hjarta Ijúfara og léttara verk en það, að vita og læra um alföðurinn alfullkomna, um frelsarann allra þjóða, bróðurinn óumræðilega góða, barnavin- irn elskulega og elskuverða, eða um andann heilaga, sem al- staðar andar svo blítt og verkar frá föðurnum og frelsaranum o. s. frv. Ekkert getur átt betur við eðli og hæfi barnanna en sjálf- ur hinn einfaldi og óblandaði kristindómur, enda sýndi það sig bezt á dögum sjálfs Krists, er sjálfur elskaði börnin mest og tileinkaði þeiin alt hið bezta, sjálf börnin sóttu til hans, og mæðurnar eða foreldrarnir keptust um, að láta hann snerta þau og blessa. Jesús sjálfur var umfram alt barnelskur og börnin umfram alla aðra elsk að honum. Þannig hlaut þetta einnig að vera, og ennþá og altaf hlýtur það að vera sam- kvæmt eðli og anda Krists og barnanna — Það getur því ó- mögulega verið kristindómurinn i kverinu, sem veldur leiðind- um og leti barnanna við það, heldur umbúðirnar um hann og meðferðin, eins og áður er sagt. Alt þetta hafa nú líka margir góðir menn fundið fyrir barnanna hönd og þá einnig þörfina á, að breyta til bóta, og tilraunir hafa verið gerðar til bóta. Allmargir leggja það til, að hætt sé við utanað lærdóm, en láta þó kverin sem til eru halda sér; aðrir vilja ekki sleppa utan að lærdómnum, en stytta kverin aö mun, ellegar reyna að gera þau auðveldari til náms og minnis með því. að snúa þeim í ljóð. En eigi þekki eg til, að þessar tilraunir hafi neitt verulega hjálpað við leiðindum og leti barnanna eða bætt árangur kristindóms- námsins og kenslunnar. Það er víst einnig svo ný til komið og sjaldgæft enn þá, að sleppa ungmennum við utanaðnám, og eins er ljóðakver séra Valdimars svo ungt og óreynt, að eigi verður um árangurinn af þeim breytingum dæmt.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.