Nýtt kirkjublað - 15.04.1908, Blaðsíða 10

Nýtt kirkjublað - 15.04.1908, Blaðsíða 10
82 NÝTT KTRKJHBLAí). Eg tel hvorttveggja þetta, að hœtta utanaðnámi núgild- andi kvera, og að læra utan að kver séra Valdimars, betra eða árangursvænna en gamla vanann, að læra utan að kverin okkar, Helga og Klaveness, eins og þau eru nú. En annars er eg einn af þeim, sem vilja stytta barnalærdómsbækurnar að miklum mun, en láta síðan læra og kunna utan að. All- ar lærdómsbækurnar, sem nú eru, eru að mínu áliti mjög góðar og gagnlegar og enda nauðsynlegar á sinn sérstaka hátt, en ekki sem þamalærdómur. Klaveness og ljóðakverið eru þó líklega meir við barnahæfi, en Helga, einkum þó Ijóða- kverið, sem auk hins létta fagra ríms, er víða yndislega blítt, barnalegt og elskuríkt í efnismeðferð. En það er þó oflangt til utanað lærdóms — Klavenesskver er einnig oflangt og mætti miklu sleppa þar, án þess að nokkuð verulegt mistist — Helgakver þó langlengst, en það er líka um leið langefnis — mest og fullkomnast í niðurröðun og vissri meðferð efnisins. Eg fyrir mitt leyti vildi því einna helzt leggja það kver til grundvallar fyrir nýju barnalærdómskveri, mjög stuttu — því að það tekur fram og rekur skýrast og í greinilegastri röð allar aðalkenningar kristindómsins. Og það er ætlun mín, að það sé gott og nauðsynlegt fyrir manninn að fá þegar á barns- aldri hugmynd og skýringar um allar höfuðkenningar trúar- bragðanna, sinna eigin og annara, og að það sé fremur kost- ur en ókostur, að þessar kenningar séu lærðar og skýrðar i jafn skýrri og vísindalegri röð eins og í Helgakveri. Að öðru leyti get eg felt mig við bvern góðan og kristileg- an grundvöll, og mér finst það ekkert aðalalriði, hvert kver- anna væri mest notað. Biblían, einkum orð Krists og postulanna, er og verður altaf aðalgrundvöllurinn og mælikvarðinn. 28. marz 1908. óf. fpildi ritningarinnar. Eftir séra B. J Campbell. Hvar er valdið algilda? Eins og áður er sagt, tók Jesús sér sjálfur úrskurðar- valdið, og tækist oss að gera það fyrirmyndardæmið að lífs-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.