Nýtt kirkjublað - 15.04.1908, Blaðsíða 11

Nýtt kirkjublað - 15.04.1908, Blaðsíða 11
NÝTT RLRKJUBLAÐ. 83 reglu, skýrt og hiklaust, J»á bærum vér traust hins frjálsa manns til guðs orðs, sem birtist i biblíunni og opinberast i mannlegu hjarta. Og hið nýja trúartraust vort á guðs orði væri göfugra en áður. Guð hefir aldrei látið af þvi að tala sitt orð til mann- anna. Hann talar til vor allra í senn og til hvers einstaks: Orðið er harla ncerri þér, i munni þínum og hjarta þínu, svo að þú getur breytt eftir því. (5. Mós. 30, 14 sbr. Rómv. 10, 8). Verði það oss hjartfólgið trúarmál, að guð sé enn að tala við oss, rétt eins og hann forðum daga talaði við hinar áhugamiklu mannssálir, sem létu trúarreynslu sína koma fram í hinum helgu ritum, þá getum vér gengið að þeim með enn betri skilningi á höfundunum og enn dýpri lotningu fyrir þeim. En vér látum eigi þessa menn lengur færa oss í fjötra. En þeir eru oss til fulltingis og uppörvunar. Nú komumst vér að raun um, að eftir alt saman eru þessir trúuðu menn bræður vorir, þótt margar aldir séu á milli og kynstofninn allur annar. Þeirra lifi var h'kt á komið og lífi sjálfra vor. Þetta voru menn sem voru að reyna að skilja guð, eins og við erum að reyna að skilja hann. Biblían er ekki óskeikul. Það er jafnsjálfgefið og það, að mannseðlið er ekki óskeikult, enda þótt um vitrustu og mestu menn sé að ræða. Biblían liðsinnir oss, af því að böt- undarnir voru að glíma við þetta sama, sem sjálfir vér erum nú að fást við, og því er svo stórmikið í það vanð sem þeir hafa um trúarefnin að segja. En þó að vér veljum úr beztu biblíuhöfundana, þá voru þeir svo sem bundnir við borð, og öllum var þeim áfátt í ýmsum greinum. Það var síður en svo að þeir þektu allan sannleikann sem leiðast átti í Ijós, en í ljósið störðu þeir trúarsjónum sínum. Komi það fyrir oss, að vér látum bókstafmn frá þeim binda oss, þá er voðinn fyrir dyruni, að vér missum sarnhug- inn við þá, missum skilnings-hlýjuna til andans hjá þeim, sem orðunum stýrði. Með eigin lífi voru erum vér dag hvern sjálfir að skrifa og skrá biblíu. Mannleg augu eiga þar sennilega ýmislegt ó- lesið, þegar um lýkur, en alt er á himni lesið og hver stafur

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.