Nýtt kirkjublað - 15.04.1908, Blaðsíða 15

Nýtt kirkjublað - 15.04.1908, Blaðsíða 15
NÝTT KIEKJUBLAÐ g skipi því, er Thomas Nioolaissen á fór sína síðustu reisu. Þegar nú druknan skipsins var sögð suður, svaraði þessi ekkja: Guð gæfi þessar fréttir væru sannar. Eg vildi mína báða sonu gefa til þess, að hann dauður væri. Brjóstheil hefir hún verið ekkjan þessi nafnlausa hér subur með sjónum. Ekki með. Núna um jólin rak eg augun í alllangt grískt letur í skóladagbók. Ovanalegt, og því las eg það, og þótti vænt um að sjá, að fyrir gat þó komið hugarvakning í orðabeygingar andleysinu. Orðin grísku voru úr „Austurför Kýrosar“, sem alt af hefir verið skólabók, og orðin eru svo þýdd: Enn fremur höfum vér hraustgjörvari líkama en þeír, til að þola kulda og hita og erfiði. Svo er og guðunum fyrir að þakka, að vér og höfum betri sálir. Það er og hægra að særa þá og drepa en oss, ef guðirnir unna oss sigurs sem að undanförnu. Svo mæla Grikkir 400 árum fyrir Krists burð. Sveit grískra manna er nauðulega stödd lengst austur í Asíu. Yfir tekur þegar Persar ráða liðsforingjana af dögum með svik- um. Þá rís upp lærisveinn Sókratesar, Xenófón, og talar kjark í landa sína með slíkum orðum sem þessum. Sálar- yfirburðir Grikkja stöfuðu eimnitt frá líkamsyfirburðum þeirra. Þessum gullfögru orðum, frá listaþjóðinni fornu, ætlaði eg við tækifæri að koma til ungu kynslóðarinnar islenzku, sem nú er með nývöknuðu tápi og fjöri til líkamsmentunar. Og komi orðin eins nú, og einmitt nú, er unga kynslóðin og þjóðin öll rekur sig á múrinn, þegar hún ætlaði að vera með á þjóðamótinu stóra — og getur ekki verið með í leiknum. Húsbyggingalánin nýju. Einir 5 prestar hafa sótt um þau. Undirbúningur mun tæpur sem við er að búast í fyrsta rensli. Lögin stórmerkilég og ágæt — með umbótum þó — ef vel er á haldið. Þessi fyrstu verklegu afskifti lands- stjórnar af húsabótum þurfa að fara velafstað. Athugasemd- ir, leiðbeiningar og tillögur koma um þetta efni innan skamms. „Tínland11 er hœtt að komu út, blaðið þeirra i Minneota, sem þeir gáfu út séra Björn B. Jónsson og Þórður lœknir Þórðarson, Blaðið var orðið 0 úra.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.